Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Bak við luktar dyr á Menningarnótt

$
0
0

Bak við luktar dyr leynast ólíkir heimar tíu listamanna og hönnuða sem opna formlega sýningu kl. 14 við Vitatorg.

luktar dyr 2

Sýningin vinnur út frá slagorði Menningarnætur „gakktu í bæinn“ og opnar formlega menningarmiðju hátíðarinnar í ár, Hverfisgötu. Sýningin mun standa undir berum himni og leiða gesti og gangandi upp og niður Hverfisgötuna. Sýningarhönnuður er Laufey Jónsdóttir.

luktar dyr 1

Listamennirnir sem að sýningunni standa eru:

Arngrímur Sigurðsson, myndlistarmaður
Ásta Fanney Sigurðardóttir, skáld- og myndlistarkona
Blaldur Björnsson, myndlistamaður
Bára Kristinsdóttir, ljósmyndari
Bergþóra Snæbjörnsdóttir, skáld
Helga Björnsson, fatahönnuður og tískuteiknari
María Kjartans, ljósmyndari
Sunna Ben, fjöllistakona
Svartval, listamaður
Tanja Huld Levy Guðmundsdóttir, fata- og textílhönnuður


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283