Það er ýmislegt skrafað á vefnum um eldsumbrotin á Íslandi sem hófust í nótt þegar gos hófst norðan Dyngjujökuls. Fólki víða um heim er greinilega í fersku minni gosið í Eyjafjallajökli sem setti flugumferð á annan endann. Það er gaman að sjá hvað Twitter samfélagið hefur um málið að segja. Sumir eru skáldlegir, aðrir reyna að svæfa eldsumbrotin og enn aðrir senda því ögrandi skilaboð.
↧