Allir eru velkomnir á ljóðahátíð Konubókastofu í Rauða Húsinu á Eyrarbakka, sunnudaginn 5. október klukkan 14. Þar verður boðið upp á kaffi og kökur og fræðst um skáldskap kvenna.
Elísabet Kristín Jökulsdóttir, Kristrún Guðmundsdóttir, Heiðrún Ólafsdóttir og Sigrún Haraldsdóttir lesa upp úr ljóðabókum sínum og Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir heldur erindi um skáldkonuna Erlu.
Lay Low og Agnes Erna Estherardóttir flytja ljúfa tónlist við ljóð kvenna.
Boðið er upp á kaffi og meðlæti!
Dagskráin er hluti af stofnun Bókabæjanna austanfjalls, en Konubókastofa er einn af aðstandendum verkefnisins. Hlaðvarpinn og Menningarsjóður Suðurlands hafa styrkt ljóðadagskrána. Konubókastofa er á Facebook.