Í dag má búast við að gasmengunar verði vart norður og vestur af eldstöðinni í Holuhrauni. Líkur eru á mengun á svæðinu frá Öxarfirði, vestur á Húnaflóa og jafnvel að Breiðafirði.
Á morgun, mánudaginn 6. október má búast við gasmengun til vesturs, líklegasta svæðið afmarkast af Barðaströnd í norðri og suður til Hvalfjarðar.
Veðurstofan hefur útbúið sérstakt SKRÁNINGARFORM þar sem hægt er að skrá hvort vart hafi orðið við brennisteinslykt, hvar viðkomandi var staddur og hvort einhver líkamleg einkenni hafi fylgt. Skráningar birtast síðan í nær rauntíma á vefkorti.
Í dag sunnudag má sjá að brennisteinsmengunar hefur orðið vart um allt land. Þessar upplýsingar eru byggðar á tilkynningum frá almenningi.

Skjáskot af vef Veðurstofunnar. Yfirlitsmynd yfir tilkynningar almennings. Fólk hefur orðið vart við brennisteinsmengun víða um land.
Heimildir Veðurstofa Íslands.
Ljósmynd Sigurdór Sigurðsson fyrir Kvennablaðið.