Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Affair grúppan – Kvenkyns plötusnúðar landsins

$
0
0

Heiða Halls skrifar:

 

Ég heyrði um Affair-grúppuna um daginn og sperrti eyrun því mér fannst mjög áhugavert hvað þær væru með á prjónunum. Þær stóðu fyrir dúnduruppákomu á HÚRRA sl. föstudag, 10. október, þar sem fram komu ellefu stelpu-Dj-ar við mikinn fögnuð viðstaddra. í kvöld kemur er það svo Ýr Þrastardóttir sem Dj-ar á Boston.

yr boston

Ég hafði samband við Kolbrúnu Klöru Gunnarsdóttur sem er ein af hópnum og fékk hana til að segja mér örlítið frá hópnum.

Kolbrún sagði mér að Affair-grúppan væri stór hópur af kvenkyns plötusnúðum sem allar deila tónlistarástríðu og eiga það sameiginlegt að elska að spila góða tónlist. Þær hafa þó allar sinn stíl því smekkurinn er misjafn eins og gengur og gerist í þessum heimi. Þær spila á miðvikudagskvöldum á skemmtistaðnum Boston í vetur.  Annars auglýsa þær viðburði sína á þriðjudögum í viku hverri og fylgist því með þeim á Facebook.

Þetta samfélag þeirra er í raun sprottið af því hvað það er skammarlega lítið af kvenkyns plötusnúðum sem eru virkar í skemmtanalífinu og þetta á ekki bara við um Ísland heldur heiminn allan.

Kolbrún sagði að það væri sjokkerandi hvað það væru fáir kvenkyns plötusnúðar á tónlistarhátíðum erlendis og nefndi hún dæmi af hátíð þar sem saman voru komnir 50 plötusnúðar og af þeim hópi voru aðeins þrjár konur.

Draumur Affair-grúppunnar er að sýna samstöðu, bera saman bækur sínar og nefnir Kolbrún til dæmis peningamál og framkomu við hver aðra en aðalatriðið í þessu öllu er að þær vilja að stelpur fái fleiri tækifæri og þær hvetja bæði stelpur og skemmtistaði landsins til að ráða fleiri stelpur inn til þeirra.

Ég kveð Kolbrúnu og óska þeim alls hins besta en segi henni í lokin að mér finnist frábært hvað þær eru að gera þar sem ég gekk um með draum um að dj-a á mínum yngri árum en því miður man ég ekki eftir neinni stelpu sem var plötusnúður og hefði fagnað ef einhver þá hefði sagt mér að koma og vera með!

Og að það væri bara jafn lítið mál og fyrir strákana.

Affair-grúppan er líka á Facebook en þær eru DJ-arnir:

YAMAHO
DJ ANNA BRÁ
LOVEKATZ
DJ SURA
DJ ANNA RAKEL
DJ SUNNA BEN
JULIA RUSLANOVNA
DJ DISORDER
VIBRANT K
DJ DELAROSA
KANILSNÆLDUR


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283