Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Vínframleiðandinn Concha y Toro

$
0
0

Vínin frá vínframleiðandanum Concha y Toro þarf vart að kynna fyrir Íslendingum en vínin hafa notið mikilla vinsælda á Íslandi. Concha y Toro er einn af stærstu vínframleiðendum heims og hefur náð einstökum árangri við að ná markaðshlutdeild um allan heim.  Af þeim borðvínum sem flutt eru til landsins hefur framleiðandinn Concha y Toro algera yfirburðastöðu á innlendum markaði.

Screen Shot 2014-10-13 at 12.09.41 e.h.

Vínin þykja í hágæðaflokki en eru samt á verði sem er viðráðanlegt. Mikil gæði miðað við verð. Vínin hafa sterkan karakter og bragðast því vel með ostum en einnig sem borðvín með rauðu kjöti og fuglakjöti.

Hér eru nokkrar tegundir sem hafa notið vinsælda á Íslandi:

· Frontera

· Sunrise

· Casillero del Diablo

· TRIO

· Marques de Casa Concha

· Don Melchor

1966088_1532816770297070_398799887216049198_o

Fyrir stuttu heimsótti Ísland Martin Duran sem er vínþjónn (sommelier) hjá fyrirtækinu og kynnti vínin fyrir starfsfólki Fríhafnarinnar, vínbúðanna og framreiðslunemum. Kynningin var unnin í samvinnu við Njóttu og ostabúðina Búrið.

Martin Duran

Martin Duran

Þetta er í þriðja sinn sem Martin sækir Ísland heim og hann er afskaplega hrifinn af landi og þjóð. Í þessari heimsókn var hann með vín og ostanámskeið í samvinnu við Eirnýju í Búrinu en Concha y Toro vínin eru frábær í félagsskap við íslenska osta að hans mati. Námskeiðið var vel sótt enda Martin hafsjór af þekkingu sem hann miðlaði með ágætum til leikra og lærðra.

Kynning Martin var einstaklega fróðleg.

Kynning Martin var einstaklega fróðleg.

Við hvetjum sælkera til að fylgjast með á Facebooksíðunni Njóttu en þar eru ýmsar góðar tillögur og tilboð í gangi fyrir þá sem kunna að meta að borða góðan mat og drekka góð vín í félagsskap með frábæru fólki.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283