Út eru komnar tvær skemmtilega nýjar handavinnubækur. Fyrst bera að telja Stóru heklbókina sem er frábær bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Gagnlegar upplýsingar og vel framsettar leiðbeiningar. Litlu skrímslin prjónabókin er einnig stórfín með skemmtilegum uppskriftum og kannski er hún ekki síst góð fyrir þær sakir að fyrirmyndirnar í bókinni kveikja nýjar hugmyndir og auðvelt er að breyta litasamsetningum og smáatriðum og skapa sínar eigin skrímslatýpur.
Stóra heklbókin
Ítarleg handbók þar sem ótal aðferðir við að hekla eru kenndar skref fyrir skref, í máli og myndum, og leiðbeint um áhöld og efni, liti og litasamsetningar auk þess sem sýnd eru fjölmörg munstur. Í bókinni eru yfir 80 fjölbreyttar og spennandi hekluppskriftir að flíkum á börn og fullorðna, leikföngum og fallegum nytjahlutum fyrir heimilið.
Stóra heklbókin er kjörin fyrir alla sem hafa áhuga á hekli, jafnt þá sem hafa aldrei heklað áður og hina sem eru þaulvanir en vilja takast á við nýjar áskoranir.Stóra heklbókin hentar bæði þeim sem vilja læra að hekla og þeim sem kunna það nú þegar. Hér er öllum helstu heklaðferðum lýst í máli og myndum og yfir 80 uppskriftir eru í bókinni.
Litlu skrímslin
Skemmtilegt dýraprjón á yngstu börnin geymir uppskriftir að prjónaflíkum með alls
kyns dýrum og furðuverum sem halda ekki bara hita á börnunum heldur
vekja um leið athygli og gleði. Lambhúshetturnar eru skjólgóðar en
einnig hentugar því að smáfólkið á erfitt með að taka þær af sér.
Uppskriftirnar eru fyrir byrjendur í prjónaskap jafnt sem lengra
komna.