Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Brynhildur er Karitas

$
0
0

Karitas bókin ástsæla eftir Krístínu Mörju Baldursdóttur þarf ekki að kynna en í kvöld 17. október verður frumsýnd í þjóðleikhúsinu leikgerð bókarinnar eftir  þá Ólaf Egilsson og Símon Birgisson.  Leikstjóri sýningarinnar er Harpa Arnardóttir.

10703568_774027292642912_8298891071527688621_n

 

Á vefsíðu þjóðleikhússins segir:

„Í verkinu kynnumst við listakonunni og móðurinni Karitas sem hefur leitað skjóls í afskekktri sveit eftir að veröld hennar hefur hrunið. Minningabrot og andvökudraumar ásækja hana í hvítum bjarma jökulsins sem gnæfir yfir öllu. Móðurhjarta hennar er þjakað af sorg. Hugsanir um eiginmanninn sem hvarf úr lífi hennar fyrir þrettán árum sækja stöðugt á hana og löngunin til að hlýða kalli listagyðjunnar er knýjandi. Upp er runnin stund þar sem Karitas þarf að taka grundvallarákvörðun varðandi sjálfa sig og líf sitt.“

10590523_774027419309566_5754783332478058978_n

Það er leikkonan Brynhildur Guðjónsdóttir sem fer með hlutverk Karitasar. Ljósmyndir úr sýningunni eru eftir Edda Jónsson.

10704036_774027265976248_5307438956193505059_n

 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283