Karitas bókin ástsæla eftir Krístínu Mörju Baldursdóttur þarf ekki að kynna en í kvöld 17. október verður frumsýnd í þjóðleikhúsinu leikgerð bókarinnar eftir þá Ólaf Egilsson og Símon Birgisson. Leikstjóri sýningarinnar er Harpa Arnardóttir.
Á vefsíðu þjóðleikhússins segir:
„Í verkinu kynnumst við listakonunni og móðurinni Karitas sem hefur leitað skjóls í afskekktri sveit eftir að veröld hennar hefur hrunið. Minningabrot og andvökudraumar ásækja hana í hvítum bjarma jökulsins sem gnæfir yfir öllu. Móðurhjarta hennar er þjakað af sorg. Hugsanir um eiginmanninn sem hvarf úr lífi hennar fyrir þrettán árum sækja stöðugt á hana og löngunin til að hlýða kalli listagyðjunnar er knýjandi. Upp er runnin stund þar sem Karitas þarf að taka grundvallarákvörðun varðandi sjálfa sig og líf sitt.“
Það er leikkonan Brynhildur Guðjónsdóttir sem fer með hlutverk Karitasar. Ljósmyndir úr sýningunni eru eftir Edda Jónsson.