Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Á Íslandi búa alltof mörg börn við fátækt

$
0
0

UNICEF á Íslandi kynnti í dag nýja skýrslu sem ber heitið Children of the Recession: The impact of the economic crisis on child well-being in rich countries. Í skýrslunni eru borin saman gögn frá 41 ríki innan OECD og Evrópusambandsins og þau skoðuð með tilliti til þess hvort fátækt barna hefur aukist eða minnkað frá árinu 2008.

2,6 milljónir barna hafa fallið undir lágtekjumörk í efnameiri ríkjum síðan 2008. Þar með er heildarfjöldi barna sem býr við fátækt í þeim ríkjum metin vera 76,5 milljónir.

Screen Shot 2014-10-28 at 10.06.22 e.h.

Bls. 8 í skýrslu Unicef

Aukning barnafátæktar á milli 2008 og 2012 mest á Íslandi

Barnafátækt á Íslandi jókst um rúm 20 prósentustig frá árinu 2008 (11,2%) til 2012 (31,6%) ef miðað er við lágtekjumörk frá árinu 2008.  Ísland er þannig í neðsta sæti af ríkjunum 41, næst á eftir Grikklandi, en þessi aukning samsvarar því að um 17 þúsund fleiri börn hér á landi hafi fallið undir lágtekjumörkin frá 2008 á þessu tímabili. Með því að nota lágtekjumörkin frá árinu 2008 sem viðmið, leitast skýrsluhöfundar við að varpa ljósi á áhrif efnahagsþrenginganna 2008 sérstaklega og þá skertu lífsafkomu sem samfélögin í heild sinni hafa mörg hver þurft að þola af þeirra völdum.

Aukin barnafátækt dreifist ekki jafnt í íslensku samfélagi en mun líklegra er að börn einstæðra foreldra, börn sem eiga fjölskyldur þar sem atvinnuþátttaka er lítil og börn innflytjenda búi á heimilum undir lágtekjumörkum. Barnafátækt á Íslandi eykst mest hjá börnum innflytjenda á tímabilinu eða um 38%.

Barnafátækt á Íslandi jókst um rúm 20 prósentustig frá árinu 2008 (11,2%) til 2012 (31,6%) ef miðað er við lágtekjumörk frá árinu 2008.

Barnafátækt á Íslandi jókst um rúm 20 prósentustig frá árinu 2008 (11,2%) til 2012 (31,6%) ef miðað er við lágtekjumörk frá árinu 2008.

Fátækt dýpkar og skortur á efnislegum gæðum hefur aukist margfalt

Barnafátækt hefur dýpkað hér á landi á milli 2008 og 2012. Fátæktarbil (e. poverty gap – hversu langt frá lágtekjumörkum miðgildi tekna þeirra sem eru undir lágtekjumörkum fellur) barnafjölskyldna hefur aukist um 3,9% og hefur því fátækt „dýpkað“ sem því nemur á tímabilinu.

Skortur á efnislegum gæðum hefur einnig aukist mikið á milli 2008 og 2012 hjá barnafjölskyldum á Íslandi þó hann mælist ekki hár miðað við flest önnur ríki sem skýrslan nær yfir. Barn telst líða efnislegan skort ef heimilið sem það býr á hefur ekki ráð á fjórum eða fleiri atriðum af lista með 9 atriðum sem segja til um lífsgæði, s.s. afborgunum af leigu eða húsnæðislánum, heimiliskyndingu, óvæntum útgjöldum, ferðalögum og fríum, próteinríkum máltíðum og fleira.

Samkvæmt skýrslunni hefur efnislegur skortur á meðal barna á Íslandi þrefaldast á tímabilinu, frá 0,9% upp í 3,1%. Ef skoðaðir eru þeir sem bæði eru undir lágtekjumörkum og líða skort er um fjórföldun að ræða. 0,6% barna lifðu bæði undir lágtekjumörkum og bjuggu við efnislegan skort árið 2008 en árið 2012 hafði það hlutfall aukist upp í 2,6% íslenskra barna.

Skortur á efnislegum gæðum hefur einnig aukist mikið á milli 2008 og 2012 hjá barnafjölskyldum á Íslandi þó hann mælist ekki hár miðað við flest önnur ríki sem skýrslan nær yfir.

Stórt stökk aftur á bak

„Hagþróun í mörgum efnameiri ríkjum hefur færst aftur á bak um mörg ár í kjölfar efnahagshrunsins. Samkvæmt rannsókninni er Grikkland til að mynda á sama stað nú og árið 1998. Hagþróun á meðal barnafjölskyldna á Íslandi hefur færst aftur til ársins 2003 og dreifist ójafnt á milli þjóðfélagshópa. Slíkt hefur augljósar langtímaafleiðingar fyrir börn og samfélög þeirra,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.

Bergsteinn Jónsson

Bergsteinn Jónsson

Af löndunum 41 sem eru borin saman í skýrslunni jókst fátækt barna frá árinu 2008 í 23 ríkjum. Í hinum ríkjunum 18 tókst að stemma stigu við aukningu barnafátæktar og í Ástralíu, Chile, Finnlandi, Noregi og Slóvakíu minnkaði hlutfall barnafátæktar um nær 30%. Samkvæmt skýrslunni er styrkur velferðarkerfis ríkjanna lykilþáttur í að sporna gegn aukinni fátækt barna. Aðgerðir sem stjórnvöld gripu til strax í kjölfar hrunsins skiluðu vissum árangri en eftir að mörg ríki hófu að beita niðurskurði upp úr 2010 verða neikvæð áhrif á velferð barna greinileg.

Efnahagshrunið hafði mjög mikil áhrif á möguleika ungmenna á aldrinum 15-24 ára. Fjöldi þeirra sem nú er án atvinnu og ekki í námi eða starfsþjálfun jókst gríðarlega í mörgum löndum.

Efnahagshrunið hafði mjög mikil áhrif á möguleika ungmenna á aldrinum 15-24 ára. Fjöldi þeirra sem nú er án atvinnu og ekki í námi eða starfsþjálfun jókst gríðarlega í mörgum löndum.

Áhrif efnahagshrunsins á möguleika ungmenna

Áhrif efnahagshrunsins á velferð og möguleika ungmenna á aldrinum 15-24 ára voru einnig mæld í skýrslunni. Efnahagshrunið hafði mjög mikil áhrif á þennan aldurshóp en fjöldi þeirra sem nú er án atvinnu og ekki í námi eða starfsþjálfun jókst gríðarlega í mörgum löndum. 7,5 milljón ungmenna innan Evrópusambandsins tilheyrðu þessum hópi árið 2013.

„Skýrslan sýnir að styrkur velferðarkerfa og áherslur í stefnumótun réðu úrslitum við að koma í veg fyrir aukna fátækt barna. Öll lönd þurfa sterkt félagslegt net til að vernda börn á erfiðum tímum, en einnig þegar vel árar. Efnameiri lönd eiga að setja gott fordæmi í þessum málaflokki, sérstaklega með því að uppræta barnafátækt, þróa stefnur til að sporna gegn efnahagslegum áföllum og setja velferð barna í algjöran forgang í áætlanagerð,“ segir Bergsteinn.

 

Ljósmyndir og fréttatilkynning af vef Unicef á Íslandi.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283