Fyrirtækið Íslensk fjallagrös hf. var stofnað á Blönduósi 1993 og hefur alla tíð síðan sérhæft sig í þróun og framleiðslu á heilsuvörum og fæðubótarefnum úr íslenskum fjallagrösum. Markmið fyrirtækisins er að framleiða hágæðavöru í neytendavænu formi sem hentar nútímafólki. Framleiðslan byggir á hefðbundinni notkun fjallagrasa auk annarra afurða úr íslenskri náttúru.
Vöruþróun Íslenskra fjallagrasa hf. er studd af niðurstöðum vísindarannsókna og byggir á lífeðlisfræðilegum áhrifum íslenskra náttúruafurða. Fyrirtækið framleiðir m.a. vörur úr fjallagrösum, íslenskum krækiberjum og íslenskum aðalbláberjum. Félagið hefur einnig framleitt áfengi sem byggir á einstæðum eiginleikum íslenskra fjallagrasa.
Fæðubótarefnin
Fæðubótarefnin frá Íslenskum fjallagrösum hf. eru framleidd undir nafninu Natura Islandica. Þau eru seld í hylkjum úr jurtabeðmi til að hægt sé að lágmarka vinnslu hráefnanna og tryggja að náttúruleg virkni efnanna sé sem mest. Vinsælustu fæðubótarefnin eru m.a…
Turmerik
Turmerik-hylki innihalda blöndu af fjallagrösum og turmerik og er ætlað að vinna gegn álagi og streitu. Turmerik inniheldur virka efnið curcumin sem hefur sterk bólgueyðandi og andoxandi áhrif. Turmerik eykur flæði meltingarvökva og er gott að taka við meltingartengdum óþægindum og sjúkdómum eða til að lækka blóðfitu og blóðsykur. Það er sérstaklega mælt með því fyrir fólk sem þjáist af gigtar- og húðsjúkdómum.
Burnirót
Sýnt hefur verið fram á það með rannsóknum að tengsl eru milli inntöku burnirótar og aukinnar orku. Einnig minnkar doði af völdum streitu með inntöku rótarinnar. Burnirót inniheldur hátt hlutfall Rosavin Salidroside og p-Tryosol, virkra efna sem hafa áhrif á andlegt jafnvægi og virka almennt hressandi og örvandi. Burnirót vinnur gegn þreytu, þunglyndi, einbeitingarskorti, og þróttleysi. Hún er talin hjálpa vel á tímabilum andlegs álags í vinnu eða námi, eða gegn streitu og skorti á orku. Íslenska burnirótin hefur verið nefnd hin íslenska ofurfæða.
Áfengi
Íslensk fjallagrös hf. hafa framleitt snafs úr fjallagrösum um árabil. Fjallagrös eru þá geymd í sérstakri áfengisblöndu sem dregur í sig líffræðilega virk efni úr grösunum og gefur drykknum hinn sérstaka lit og einkennandi bragð. Áfengisframleiðslan hefur síðan verið þróuð áfram og nú framleiðir fyrirtækið alls fjórar áfengistegundir. Einna vinsælust þeirra er Svartur Soprano.
Svartur Soprano er ljúffengur snafs með lakkrísbragði. Hann inniheldur ýmis heilsuefni úr fjallagrösum sem mýkja hálsinn og bæta meltinguna. Þar sem drykkurinn er með aðeins 20% vínanda er hann ekki þykkur heldur ferskur og mildur á bragðið.
Mixtúrur
Íslensk fjallagrös hf. framleiðir fjöldann allan af meinhollum mixtúrum, m.a. magamixtúru sem kemur jafnvægi á magann og örvar meltinguna, íslenska brjóstdropa gegn særindum í hálsi og andoxun-heilsumixtúru sem vinnur gegn öldrun.
Vörur Íslenskra fjallagrasa ehf. eru seldar í apótekum, heilsuvörubúðum, heilsuhornum stórmarkaða og í Flugstöð Leifs Eiríkssonar auk verslana ÁTVR. Einnig er hægt að kaupa vörurnar á netinu í gegnum samstarfsaðila eða með því að hafa beint samband.