Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Síðasta púsluspilið í lekamálinu

$
0
0

Í gær urðu vatnaskil í Lekamálinu.  Aðstoðarmaður Innanríkisráðherra viðurkenndi að hafa lekið minnisblaði til fjölmiðla og breytt því til að gera það ískyggilegra.  Dómur er fallinn og aðstoðarmaðurinn var dæmdur í 8 mánaða skilorðsbundið fangelsi.

Mörgum gæti þótt þetta vera málalok á lekamálinu en ég er ekkert viss um að svo sé.  Það eru of margir lausir endar í þessu máli og erfiðustu spurningunni sem vofir yfir málinu er ósvarað.

Með játningu á elleftu stundu komst ráðherra hjá því að bera vitni sem ugglaust hefði varpað ljósi á tilurð hins lekna minnisblaðs.

Það sem vitað er með vissu um  tilurð minnisblaðsins er að það var útbúið í Innanríkisráðuneytinu þann 19. nóvember og afhent fjölmiðlum sama dag.

- – -  Sem sagt.

Sama dag og það er útbúið og áður en það er fært inn í málaskrá, er það sent til fjölmiðla. -Það er mjög einkennilegt.

Hugsið ykkur þetta senaríó …

Gísli Freyr ákveður að vera „ákafi aðstoðarmaðurinn“ og á eigin spýtur fara í herferð gegn stuðningsfólki Tony Omos sem ætlaði að safnast saman við Innanríkisráðuneytið daginn eftir.  Hvernig fer Gísli Freyr að því?  Hmm … Hvað er hægt að gera?  Senda meiðandi upplýsingar um manninn á fjölmiðla?

Þegar þessi staða er uppi er ekki til neitt minnisblað!

- Það á eftir að búa það til!

Sama dag er sem sagt minnisblaðið búið til og örfáir vita af því þessa stundina (Ráðherra, aðstoðarmenn ráðherra, ráðuneytisstjóri og lögfræðingurinn sem samdi plaggið).  Nokkrum klukkustundum síðar er minnisblaðið svo komið inn í pósthólfin hjá Mogganum og Fréttablaðinu.

Og þá vaknar spurningin sem hefði verið svo gott að fá svar við í dag og vitnaleiðslur hefðu ugglaust leitt í ljós.

-Minnisblaðið var samið með það í huga að leka því.

Sá sem skipar fyrir um samningu þess eru ekki aðstoðarmennirnir. Ekki ráðuneytisstjórinn og varla lögfræðingurinn sem útbjó plaggið.  Eftir stendur ráðherra berskjölduð. Hún skipaði fyrir um samningu þessa minnisblaðs.  Minnisblaðs sem hafði þann eina tilgang að vera lekið í fjölmiðla.

Hanna Birna Kristjánsdóttir Innanríkisráðherra verður að víkja.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283