Þann 19. janúar næstkomandi verður haldið fjáröflunarkvöld undir yfirskriftinni „Þúsund píku nótt“ í Los Angeles og hefur enginn annar en Josh Homme úr hljómsveitinni Queens Of The Stone Age boðað komu sína. Það eru samtökin “A is for“ sem standa fyrir kvöldinu en þau berjast fyrir rétti kvenna til fóstureyðinga og mun ágóði kvöldins renna til Fóstureyðingasjóðs Texas (Texas Abortion Fund).
Kynnar kvöldsins verða þær Retta (sem leikur í Parks and Recreation) og Laura Kightlinger og meðal þeirra sem koma fram auk Homme eru þau Sarah Silverman og Zach Galifianakis.
Hér má sjá Queens Of The Stone Age flytja lagið „I never came“ sem var á plötunni Lullabies To Paralyze frá árinu 2005.