Íranska fréttaveitan (IRNA) birti nýlega myndir af hinum áttræða Amoo Hadji sem býr í þorpinu Dezhgah í Fars héraðinu í Íran.
Enginn veit hversvegna hann hefur ekki baðað sig svona lengi en hann nærist á dýrahræjum og heldur ástfóstri við pípuna sína sem hann reykir af mikilli áfergju og einungis fyllta taði.
Þegar honum er kalt reykir hann nokkrar sígarettur í einu til að halda á sér hita. Blessaður karlinn.
Amoo hefst við í steinbyggingu sem nágrannar hans byggðu fyrir hann en hvílir sig á daginn í holu í jörðinni sem helst líkist gröf. Hér í þessu myndbandi má sjá ljósmyndirnar sem birtar voru á íranska fréttavefnum en ljósmyndarinn er Mohammad Babaei.