Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Veldu gott freyðivín fyrir áramótin!

$
0
0

Það var á eftirstríðsárunum sem Santero bræðurnir Leopoldom Renzo, Aldo og Adelio fetuðu í fótspor föður síns og létu frumkvöðulseðlið ráða för þegar þeir, árið 1958 keyptu víngerð í bæ sem heitir Santo Stefano. Þessi víngerð var uppsett fyrir framleiðslu á bæði freyðandi og venjulegu víni.

santero

 

Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og vín til lifrar og eftir að hafa reist nýtt 1.800 m2 hús fyrir víngerðina árið 1977 hefur vegur þeirra bræðra vaxið stöðugt og er nú svo komið að þeir framleiða meira en 120.000 hektólítra af víni, eða 18 milljón flöskur á ári fyrir flesta markaði heims. Hér á landi hafa vínin frá Santero verið fádæma vinsæl og þá kannski sérstaklega Prosecco vínið sem hefur verið lang mest selda freyðivín á Íslandi um nokkurt skeið.

Santero prosecco

Santero Prosecco Craze
Prosecco er freyðandi vín frá Ítalíu sem er venjulega gert úr þrúgum sem heita Glera, en hafa líka verið kallaðar Prosecco. Þó nafnið sé dregið af bænum Prosecco nálægt Trieste, hvaðan þrúgurnar eru upprunnar, er DOC Prosecco framleitt bæði í Veneto og Friuli og í hlíðunum í kringum Treviso.

Þetta prosecco sem, eins og áður segir, er það langvinsælasta í vínbúðunum, er fallega strágult að lit með fínlegum „bubblum“. Í nefi býður það upp á fínlegan blómailm, sem er eitt af karaktereinkennum Prosecco, og ilm af ferskum ávexti. Bragðið er ávaxtaríkt og aðgengilegt með skemmtilegum ávaxtanótum. Frábært eitt og sér, með flugeldum, sem fordrykkur eða með nánast hvaða máltíð sem er. Berið fram við 5-6°C
Þetta vín er á mjög góðu verði í vínbúðunum, eða aðeins Kr. 1.899

Moscato santero
Santero Moscato
Við Íslendingar höfum lengi átt í gjöfulu ástarsambandi við örlítið sæt freyðivín frá Asti. Asti er svæði í Piemonte héraðinu í norður Ítalíu við rætur Alpanna. Þetta eru iðulega vín sem gerð eru úr hinni ilmríku þrúgu Moscato. Hér er vín sem er er einmitt úr þessari skemmtilegu þrúgu, sem er elsta þekkta þrúguafbrigðið frá þessu fallega svæði. Þessi vín eru iðulega frekar sæt og með lágt áfengisinnihald og hér er engin undantekning á því. Þetta er vín sem er ljósstrágult með dæmigerða angan af Mocato þrúgum, ávexti og appelsínublóm. Það er sætt í munni og arómatískt og gott jafnvægi. Það hentar afar vel með kökum og hverskonar eftirréttum og ávöxtum
Berið fram við 6-8°C
Þetta vín er á afar góðu verði á vínbúðunum eða aðeins Kr. 1.150

Santero Fragola
Santero Moscato Fragola
Þetta vín er að mörgu leiti óvenjulegt en um leið skemmtilegt. Það er löng hefð fyrir því á Ítalíu að gera vín sem heita Fragola, þau eru yfirleitt gerð úr þrúgum sem henta alla jafna illa til víngerðar, af afbrigðinu vitis Lambrusca (Flestar þrúgugerðir sem notaðar eru í víngerð eru af afbrigðinu Vitis Vinifera) Þrúgur sem eru mjög bragðmiklar og vaxa hratt. Þetta vín er gert úr þesskonar þrúgum sem heita einmitt Uva Fragola (ísl: Jarðaberjaþrúgan) og vínið er gerjað upp í lagt áfengisinihald og úr verður frekar sætt vín sem síðan er bragðbætt með náttúrulegum villijarðaberjasafa svo úr verður þessi frábærlega frískandi drykkur.
Í nefinu er ferskur ilmur af jarðaberjum og bragðið er jafn sprellfjörugt og svalandi. Frábært vín með ávöxtum, eftirréttum og góðum vinum.
Þetta vín er á afar góðu verði á vínbúðunum eða aðeins Kr. 1.150

Gleðilegt nýtt ár!

jarda


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283