Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Sónar fer vel af stað

$
0
0

Sónar 2015 fór með afbrigðum vel af stað í gær. Við byrjuðum á því að kíkja á Steindór Jónsson sem spilaði þétt sett fyrir fullu dansgólfi á Sonar Pub.

Steindór Jónsson

Sin Fang stóð fyrir sínu með léttu og skemmtilegu raf-poppi eins og við er að búast.

Sin Fang

Að Sin Fang loknu röltum við yfir á Samaris sem ullu undirritaðri talsverðum vonbrigðum í þetta sinn. Flestir sem ég talaði við virtust sammála um að tónleikar bandsins hafi verið frekar daufir og óspennandi. Nú er ég mikill aðdáandi Samaris en þessir tónleikar voru ekki að gera sig og ég fór áður en þeim lauk.

Samaris

Næstur á dagskrá var LaFontaine sem gerði góða hluti á Sonar Pub í gær. Dansgólfið var troðfullt af dillandi afturendum og LaFontaine stóð við sitt og þeytti hverjum smellnum á fætur öðrum. Enda er drengurinn í sérstöku eftirlæti hjá mér.

LaFontaine

Þá var komið að aðalatriði fimmtudagsins: Todd Terje. Sá spilaði fyrir troðfullum og yfir sig spenntum sal í Sonar Club. Hann kláraði frábært sett á vinsælasta laginu með kauða: Inspector Norse en lokalagið var remix af „I want to dance with somebody“ eftir Whitney Houston, við mikinn fögnuð viðstaddra.

Todd Terje

Að lokum var förinni heitið á M-Band sem er að spila heitustu tónlistina þessa dagana. Vinsældir hans eru ekki óverðskuldaðar en hann spilaði kyngimagnaða raftóna fyrir tónleikagesti við góðar viðtökur. M-band hefur bætt sig stórkostlega frá því að ég sá hann síðast á Airwaves 2013 og því ekki að furða að margir séu að missa sig yfir þessu nýja talenti á íslensku tónlistarsenunni. Takturinn er orðinn margfalt þéttari hjá honum og það er greinilegt að mikil ástríða og vinna hefur farið í þessa frábæru framþróun hjá tónlistarmanni sem sekkur sér svo djúpt í sköpun sína að hann snýr helst baki í áhorfendur til þess að verða ekki fyrir truflunum af neinu tagi.

M-Band

Fyrsta kvöldið var semsagt frábær tónlistarveisla og auðvitað tekur bara betra við í kvöld.  Þá er einnig gleðilegt að segja frá því fréttir að lögreglan lét lítið sem ekkert fara fyrir sér í gær eins sem er af sem áður var á Sónar.

Í kvöld er stefnan sett á Bjarka í bílakjallaranum en svo tekur valkvíðinn við: Er það Prins Póló eða Biggi Veira? Fer ég á Paul Kalkbrenner, Ninu Kravitz eða SBTRKT? Ætli kvöldið leiði það ekki í ljós, ég læt ykkur vita á morgun!


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283