Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Um framferði karla allra alda

$
0
0

Kristian Guttesen skrifar:

kristian_guttesen

Um daginn reit hér maður nokkur dulitla ádrepu um reynslu sem hann varð fyrir á þorrablóti íþróttafélags í Garðabæ á dögunum. Í öngþveiti í stiganum á milli hæða þar sem blótið fór fram sakaði ókunnug kona hann um að hafa klipið sig í rassinn.

Í einu vetfangi rifjast upp fyrir þessum meinta rasssærismanni ýmsar fyrirsagnir úr íslenskum fjölmiðlum á liðnum misserum þar sem karlmenn hafa orðið fyrir einmitt því sama sem hann stendur frammi fyrir núna, áreitni í garð konu sem hann að því er virðist er í ákaflega þröngri stöðu til að verja sig fyrir.

Ekki er ljóst hvort hann samsami sig öllum þeim sem eru sakaðir um ofbeldi eða áreitni í þeim málum sem fyrirsagnirnar vísa til eða hvort honum finnist beinlínis fyndið (í krafti nokkurs konar fjarstæðu) að vera sakaður um þvíumlíkt.

Þau mál sem hann vísar í eru af alvarlegum toga og því virðist ankannalegt að vísa í slík mál til að undirstrika hvort heldur sem er eigið sakleysi og/eða varnarleysi. Þarna virðist höfundurinn setja öll mál er lúta að ásökunum kvenna í garð „karla allra alda“ undir einn hatt. Að hann beinlínis kæri sig ekki um að vera sakaður (að ósekju?) um að hafa klipið konu í rassinn, eins og röð karlmanna á undan honum hefur líka verið.

Og þá að minni spurningu: Af hverju þarf hann að blanda öllum þessum dæmum í málið sér til varnar? Er það til að gera greinina fyndna? Þarf hún þess? Er þetta fyndið mál? Af hverju svarar hann ekki bara fyrir sig, sem er í raun og veru það eina sem hann getur gert, án þess að vísa í önnur mál sem út af fyrir sig koma þessu atviki ekkert við.

Að ætla að blanda slíkum málum saman, það er til að álykta um hið einstaka út frá hinu almenna, er einfaldlega rökvilla (ónægar forsendur) og – þegar öllu er á botninn hvolft – alls ekki fyndið.

 

Kristian Guttesen er ljóðskáld


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283