Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Sykurlausir kransakökubitar

$
0
0

Nú styttist í fermingar og páska. Hér er uppskrift að kransakökubitum sem eru sykurlausir.

-100 g hýðislausar möndlur

-1 eggjahvíta

-2 msk. sukrin melis

-6 dropar bragðlaus stevía

-nokkrir möndludropar

Setjið möndlurnar í blandara eða matvinnsluvél og hakkið þær í fíngert möndlumjöl. Setjið í skál og bætið rólega við eggjahvítunni og sætu. Ef eggjahvítan er stór gæti þurft aðeins meira af möndlumjöli.

Þegar búið er að blanda þessu öllu vel saman ertu komin með góða marsipankúlu. Skiptu henni í tvennt og geymdu í kæli með plasti yfir í klukkutíma. Takið út og rúllið marsipaninu í ca 15-20 cm lengjur. Setjið  á bökunarpappír og skerið í ca 2 cm bita. Setjið í ofn sem er 200 gráður og hafið í ca 8 mínútur. Látið kólna áður en sett er glassúr yfir. Ég bý til glassúr með því að blanda saman smá vatn og sukrin melis þar til ég fæ þá þykkt sem ég vil. Hægt er að bragðbæta glassúrinn með stevíu-dropum með bragði ef þið viljið.

kransak


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283