Dourthe vínhúsið var stofnað árið 1840 af Pierre Dourthe og hefur frá fyrstu tíð sett sér að viðhalda gömlum hefðum og búa til gæðavín. Með alúð gagnvart jarðveginum, sögunni og ávallt með nýjustu tækni hefur þeim tekist að búa til toppvín og afar viðráðanlegu verði. Dourthe N°1 hvítvínið var fyrst búið til árið 1988 og fimm árum síðar leit rauðvínið frá þeim dagsins ljós.
Dourthe N°1 náði fljótlega að skipa sér sess sem skínandi dæmi um gæðavín frá þessu virtasta vínsvæði heims, Bordeaux.
Þrúgurnar sem notaðar eru í Dourthe N°1 eru eingöngu tíndar af besta vínviðnum og passað er upp á að notaðar séu óaðfinnanlegar þrúgur og ströngustu kröfur og nýjasta tækni víngerðar notaðar til að búa til vín í háum gæðum.
Dourthe N°1 Blanc hefur um nokkurt skeið verið mest selda hvíta bordeaux vínið í Frakklandi og nýlega fékk Dourthe N°1 Rouge Coupe De Coeur verðlaun í Guide Hachette de Vins 2012 svo dæmi sé tekið.
Dourthe N°1 Blanc 2013
Dourthe N°1 2013 nær enn eitt árið að fanga hinn einstaka karakter Sauvignon Blanc frá Bordeaux. Með flóknum dásamlegum ilmi af ferskum tómatlaufum, þéttum sítrustónum og ljúfum suðrænum ávöxtum. Þessi karakter heldur svo áfram í munninum, studdur af góðu jafnvægi á milli sýru og áfengis, mikilli fyllingu og glæsileika. Spriklandi ferskleiki tryggir langt og gott eftirbragð.
Passar vel með öllu sjávarfangi, sérstaklega skelfiski eins og humri, rækjum, kræklingi og ostrum. Fiskiforréttum eins og gröfnum eða reyktum laxi, fiskiterrine eða ceviche. Gott með grilluðum fiski og austurlenskum réttum og ostum, sérstaklega geitaosti.
Þetta frábæra hvítvín er búið að fá afar góða dóma hjá vínskríbentum hér á landi m.a. fengið 4 stjörnur af 5 bæði hjá Steingrími Sigurgeirs og Þorra Hrings.
Þetta frábæra vín er á góðu verði, kostar kr. 2.271 í vínbúðinni.
Dourthe N°1 Rouge 2011
Dourthe N°1 Rouge 2011 hefur djúpan granatrauðan lit. Það hefur áberandi ilm af rauðum ávöxtum og kryddum og fínlegum ristuðum tónum sem ljær því mikla töfra, sem rata áfram í bragðið þegar það kemur í munninn. Vínið er höfugt, ilmríkt og kryddað með þéttan strúktúr með vel sýnilegum rúnnuðum tannínum og ferskleika sem bæta mikilli dýpt í vínið. Mikill ávöxtur blandast fallega við ljúfa eikartóna sem endar í löngu og þægilegu eftirbragði. Frábært Bordeaux vín sem er stolt af uppruna sínum.
Dourthe N°1 Rouge hentar vel með bæði hvítu og rauðu kjöti eins og nautasteik, entrecote, bufftartar lambalæri eða bóg, önd eða villibráð. Hentar einnig vel með flestum grænmetisréttum og ostum. Þrúgur: Merlot, Cabernet Sauvignon, Petit Verdot.
Það sama má segja um dóma þeirra Steingríms og Þorra fyrir rauðvínið, 4 stjörnur af 5 mögulegum fyrir þetta vín.
Vínið er á góðu verði í Vínbúðinni en það kostar kr. 2.469
Það fást líka 2 aðrar ódýrari tegundir af vínum frá Dourthe sem einnig hafa fengið fína dóma hér á landi eða 3,5 stjörnur hjá Steingrími og Þorra:
Dourthe Grands Terroirs Blanc sem er blanda af semilion og sauvignon blanc og kostar ekki nema
Kr. 1.867.
Dourthe Grands Terroirs Rouge sem er hefbundin bordeaux blanda, cabernet sauvignon og merlot.
Kr. 1.967
Það þarf sem sagt ekki að kafa djúpt ofan í vasana til að fá sér góðan bordeaux!