Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Sefur á milli pabba og mömmu.

$
0
0

Á Facebook er grúppa sem stendur fyrir söfnun á fatnaði til að senda til Sýrlands. Mikill skortur er á hlýjum fatnaði því vetur er á Sýrlandi og óskað er eftir hlýjum  fatnaði af öllu tagi og kannski ekki síst á börn. Margir eiga prjóna og ullarfatnað sem kannski ekki lengur er verið að nota, húfur og trefla, vettlinga og hosur.

Jóhanna Fjóla Ólafsdóttir er ein af forsprökkum söfnunarinnar og hún var í viðtali hjá Ríkisútvarpinu sem má hlusta á hér.

Jóhanna Fjóla segir ennfremur á Facebook síðunni:

Ástandið í Sýrlandi er ömurlegt og fer versnandi. Þar bætist vetrarharkan við skothríðir og sprengiregn. Skortur er á öllum nauðsynjum. Við undirritaðar getum ekki afborið að vita af þessu án þess að aðhafast. Höfum því ákveðið að senda þangað hlýjan fatnað og biðja þig um aðstoð.

Undir þetta rita Jóhanna Fjóla og Jóhanna Kristjánsdóttir.

Allir sem vettlingi geta valdið eru hvattir til að skrá sig í grúppuna og koma fatnaði áleiðis. Söfnunin er í samvinnu við Rauða Kross Íslands.

 

 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283