Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Hetjur hafsins

$
0
0

Nú þegar kjarabaráttan er á tungum landsmanna, vor í lofti og vonarglæta í huga margra langar mig aðeins að rekja launabaráttu sjómanna. Sjómannaafslátturinn var afnuminn með öllu árið 2014, árið 2009 var afslátturinn 987 kr. fyrir hvern dag sem skylt var að lögskrá menn til starfa um borð í skip. Árið 2013 var þessi upphæð 246 kr. á dag. 2014 var hún 0 kr. Laun sjómanna á frystitogara eru 31,5% af aflaverðmæti við löndun miðað við 22–24 menn. Það er að segja af 71,5% af verðmæti aflans. Þetta þýðir að skiptaprósentan er 31,5% af 71,5%. Útgerðin fær 28,5% af aflaverðmætum upp í kostnað fyrir skiptingu.

 

sjomEn flókið mál flækist enn frekar þegar hingað er komið, því aflaverðmæti fisksins er miðað við verðlagstofuverð sem er meðalmarkaðsverð ef landað er beint í vinnslu eiganda skipsins. Verðlagstofuverð á þorsk 4 kg. að þyngd 252,70 kr/kg. og hækkar um 1.69 kr. fyrir hver 100 gr. Hámarksverð er miðað við 5,5 kg og er það 277,97 kr/kg. Leiguverð á aflaheimildum er hátt í 230 kr/kg í krókaflamarki og eru bátar gerðir út á þessum kjörum. Þá á eftir að borga Laun, beitu, olíu, tryggingar, hafnargjöld og uppskipunargjöld.

Af hverju hafa sjómenn verið kjarasamningalausir í tæp 5 ár? Hvers vegna geta útgerðarmenn ekki séð sóma sinn í því að ganga til samninga?

Það eru nefnilega ekki sjómenn sem eru með kröfur í þessu samningaferli, það eru útgerðarmenn. Markmið útgerðarmanna er að taka veiðigjaldið úr vösum sjómanna, fara fram á að sjómenn taki á sig hærri hlutfallslegan olíukostnað en nú þegar í samningum eru ákvæði um það.

Sjómenn hafa í þessari stöðu beina hagsmuni af því að ganga EKKI til samninga!

Lækkandi heimsmarkaðsverð á olíu leiðir til lægri kostnaðar og hækkandi heimsmarkaðsverð á fisk og fiskafurðum ásamt styrkingu bandaríkjadals gagnvart krónunni ætti því að skila þjóðarbúinu vænum skilding. Samtök atvinnulífsins og Sjávarklasinn (http://www.sjavarklasinn.is) hrósa sér í hástert fyrir að nú sé hver þorskur úr sjó 2000 króna virði.

Sjávarútvegsfyrirtæki greiddu hluthöfum sínum arð upp á 11,8 milljarða króna árið 2013. sjom2Hvers vegna fá sjómenn ekki að vera með í ferðinni? Hvers vegna sjá sjómenn sér leik á borði að sniðganga samninga? Það má ekkert breytast því þá deyr öll nýsköpun en á sama tíma eru hrokafull orð um að nýtingin gæti orðið allt að 5000 krónur.

Heildarskuldir sjávarútvegsfyrirtækja hafa lækkað um 156 milljarða frá árinu 2009. Greinin er samt skuldsett vegna gríðarlegra fjárfestinga í aflaheimildum.

Hvernig væri nú að greiða niður eitthvað af þessum skuldum og fjárfesta frekar í þessari áhugaverðu nýsköpun? Hætta að pína fólkið í landi sem vinnur hörðum höndum að því að nýta aflann og leyfa fleirum að hasla sér völl við fiskveiðar?

Fiskverkafólk er nú í hatrammri baráttu fyrir lífskjörum sínum. Frostpinnar eru gefnir í verðlaun fyrir tvöföldun á magni í gegnum vinnslu á Akranesi. Hvernig væri það nú ef við þessar tvær stéttir tækju höndum saman gegn þessari ríkjandi firru sem skekur þjóðfélag okkar núna?

Hvar eru hetjur hafsins?

 

Heimildir

http://fishchoice.com/buying-guide/atlantic-cod

http://www.ssi.is/skiptaverd.htm

Verðlagsstofa Íslands

Ljósmynd eftir Þorkell Love


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283