Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Frumvarp um samfélagsþjónustu ungra afbrotamanna

$
0
0

Fimm þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt fram frumvarp um breytingu á almennum hegningarlögum sem veita mun dómurum heimild til að dæma unga afbrotamenn í samfélagsþjónustu. Mun ákvæðið ná til afbrotamanna á aldrinum 15-21 árs og taka til skilorðsbundinna dóma.

Markmiðið með umræddri breytingu er að unnt verði að veita ungum afbrotamönnum meira aðhald og þannig koma í veg fyrir að þeir leiðist á braut frekari afbrota. Samfélagsþjónusta geti því komið til áður en gripið verði til hugsanlegrar fangelsisvistar, þegar venjulegur skilorðsbundinn dómur hefur ekki nægt til að leiða viðkomandi á braut löghlýðni. Þannig má líta á úrræðið sem nokkurs konar millistig milli skilorðsbundinna dóma í upphafi brotaferils og óskilorðsbundinnar fangelsisrefsingar á síðari stigum.

Það er von flutningsmanna að gildi samfélagsþjónustu með tilheyrandi eftirliti og aðhaldi dragi úr líkum á því að umrædd ungmenni leiðist út á braut frekari afbrota. Mikilvægt er að slíkur valkostur sé til staðar fyrir dómstóla landsins auk þess sem það væri í samræmi við þróun á Norðurlöndunum þar sem aukin áhersla hefur verið lögð á úrræði til að hvetja ungmenni til góðrar hegðunar og leiða unga afbrotamenn aftur inn á brautir löghlýðni. Flutningsmenn telja nauðsynlegt að leita allra leiða til að draga úr endurteknum brotum hjá ungu fólki og þeim vítahring sem því getur fylgt.
Frumvarpið má finna hér


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283