Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Skytturnar þrjár

$
0
0

Án þess að ég sé orðinn ástfanginn af tölvunni minni þá var ég að hugsa áðan hversu magnaður félagi tölvan getur verið og hvernig líf manns breytist þegar tölva kemur inn á heimilið.

Ég hef samt tekið eftir því að margir vanmeta og vannýta tölvuna sína og hætta sér ekki langt út á víðerni Alnetsins nema kannski á sömu slóðir daglega til að skoða fréttir og leggja kapal og fara á Fésbók og segja Guð blessi ykkur daginn! Eða: Hér er allt á hraðri leið til Helvítis!

Frá því að ég lærði að lesa varð bókin minn besti vinur og og hún er ennþá stöðugur förunautur sem ég gæti ekki án verið en nú eru Skytturnar orðnar þrjár: Bókin, Tölvan og ég – óaðskiljanlegir félagar.

Tölvan og bókin eru miklir mátar. Bókin er miklu nákvæmari og betur skipulögð en tölvan er alhliða besservisser og býr yfir alskonar fróðleik í bland við alskonar dellur, og í mínu lífi eru bæði bókin og tölvan í senn vinir sem ég get ógjarna án verið, fræðarar, félagar og óendanlega hugmyndaríkir og fjölhæfir skemmtikraftar.

Og tölvan er eins og bókin að því leyti að sá sem verður vinur hennar og lærir að umgangast hana þarf aldrei framar að leiðast og tölvan er ekki kröfuhörð eins og húsdýr, hún drepur ekki fugla og þú þarft ekki að fara með hana út að skíta í öllum veðrum eða þrífa ósómann eftir hana og setja í plastpoka.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283