Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Nokkur frábær Toscana-vín

$
0
0

Toscana-héraðið á Ítalía er án efa þekktasta vínhérað þeirra tala en það er ekki bara chianti-vín sem koma þaðan. Toscana skiptist í nokkur vínsvæði og fyrir Chianti má nefna Nobile di Montepulciano, Vernaccia di San gimognanoVernaccia di San Gimignano þar sem oft og  tíðum eru framleidd frábær hvítvín úr vernaccia-þrúgunni, Maremma á vesturströndinni og síðast en ekki síst, Brunello di Montacino. Við ætlum að fjalla aðeins um það svæði og frábæran vínframleiðanda þaðan, Il Poggiano.

Montalcino2

Sangiovese og aftur sangiovese.

Eins og margir vita þá er það sangiovese-þrúgan sem mest er notuð í Toscana og Montalcino er þar engin undantekning. Montacino er lítill afar fallegur bær um 120 km suður af Siena. Bærinn er í 564 m hæð yfir sjávarmáli og vínsvæðið er norðaustur af bænum í afar hæðóttu og skógi vöxnu landsvæði. Þarna er þurrasta og heitasta landsvæði Ítalíu og þrúgurnar verða fullþroska viku fyrr en annars staðar. Sangiovese-þrúgan hefur aðlagast þessu loftslagi og landsvæði og vínin sem koma frá Montacino eru töluvert örðuvísi en sangiovese-vín annars staðar frá. Oft eru þau mun kröftugri þar sem svört ber, súkkulaði og leður ráða ríkjum. Með öðrum orðum, hörkuboltar.

il-poggione-vineyard-550x300

Il Poggiano

Saga Il Poggiano nær aftur til enda 19. aldar þegar Lavinio Franceschi keypti þarna land og sá möguleikana á að rækta vín. Í dag er Tenuta Il Poggiano stjórnað af fimmtu Franceschi-kynslóðinni og er eitt af aðal vínfyrirtækjunum á svæðinu með yfir 600 hektara landsvæði. 125 hektarar eru undir vínvið, 70 hektarar undir ólífur og rest undir almennan landbúnað. Þau leggja mikla alúð í að vinna með náttúrunni og nota svo nýjustu tækni við að útbúa vínin enda er útkoman einfaldlega stórkostleg. Til að halda í hefðina eru vínin svo geymd á stórum frönskum eikartunnum og vínin látin eldast í þeim. Tunnurnar eru geymdar djúpt í jörðu til að viðhalda hefðum (5 m). Þetta svæði allt er ótrúlega fallegt og Tenuta Il Poggiano eru með flotta bændagistingu þar sem boðið er upp á mismunandi stórar íbúðir með sundlaug. Það fást þrjár víntegundir frá þessum flotta framleiðanda í Vínbúðunum:

rosso di toscana il pogg

Il Poggiano Rosso di Toscana kr. 2.465

Þetta vín er yngsta vínið frá þeim og er blanda af sangiovese (70% ) og merlot (30%) Vínið er dökkt á lit, töluvert eikað með kaffi og týpísku súkkulaði í nefi. Vanilla, krydd og plómuávextir í bragði og mjúk tannin hjálpa við að gera þetta vín að frábæru víni. Vínið fékk 4,5 stjörnur af 5 mögulegum hjá Steingrími á vinotek.is.

rosso di montalcino

 

 

Il Poggiano Rosso di Montalcino kr. 3.453

Þetta vín má kalla „ungan brunello „ og gert gert 100% úr sangiovese-þrúgunni. Vínið er látið eldast í 12 mánuði á franskri eik og tónar þannig aðeins niður kröftug tannínin. Þetta er afar bragðmikið og ávaxtaríkt vín með fullt af rauðum berjum eins og rifsberjum og kirsuberjum og þarna má líka finna krydd og reyk í bragði.

Brunello di Montalcino

Il Poggiano Brunello di Montalcino kr. 6.403

Þetta er að sjálfsögðu flaggskipið og þvílíkt vín! Fékk 5 stjörnur af 5 mögulegum hjá Steingrími á vinotek.is og kannski bara best að láta hann um að lýsa því:

„Brunello-vínin eru einhver allra bestu vín Ítalíu og Il Poggione er einhver besti framleiðandi Brunello-vína. Það var í hópi þeirra fyrstu sem hóf framleiðslu á Brunello en það vill oft gleymast að þessi vínstíll þróaðist ekki fram fyrr en upp úr miðri síðustu öld. Il Poggione 2006 er magnað vín, enda framleiðandinn frábært og árgangurinn 2006 sömuleiðis, hann er gjarnan flokkaður í sama flokki í Toskana og 1997 á síðasta áratug. Vínið er klassískt, mikið um sig og að flestu leyti óaðfinnanlegt. Ekki yfirþyrmandi heldur er krafturinn meira undirliggjandi og fínleikinn mikill. Angan af þroskuðum rifsberjum og kirsuberjum samofnum eikartónum, kaffi og ristuðum við. Mjög þéttur, tannískur strúktúr, langt og mikið. Þetta er vín sem hæglega mætti geyma í 5–10 ár. Ef flaskan er opnuð nú ætti hiklaust að umhella víninu hressilega til að hjálpa því við að opna sig.
6.480 krónur. Frábært.“


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283