Kostað kynningarefni
Mörgum fallast hendur þegar þeir þurfa að kaupa eða endurnýja bílakost heimilisins. Að finna rétta ökutækið felur gjarnan í sér marga mánaða ferli og ótalmargar heimsóknir á bílasölur landsins. Þegar kemur að kaupum þarf að huga að lántöku, tryggingum, uppihaldi og þeim gjöldum sem eigu á bíl fylgir.
Fyrir einstaklinga sem hafa ekki áhuga eða efni á því að kaupa sér nýjan bíl en væru engu að síður til í að keyra um á slíkum býðst sá spennandi og skynsamlegi valkostur að leigja bíl í stað þess að kaupa – með öllum þeim kostnaði sem slíkri fjárfestingu fylgir og tilheyrandi umstangi.
Ferlið hjá Lykli er eins einfalt og og hugsast getur: Einstaklingur velur einfaldlega bíl í samráði við Lykil, gengur frá leigusamningi sem getur verið 12–36 mánaða langur og keyrir því næst burt á glænýjum bíl. Þegar að enda leigutímans kemur, skilar einstaklingurinn bílunum og ef svo ber undir, velur nýjan.
Leigugreiðslan er föst fjárhæð allan leigutímann og engin áhætta er af breytingum á verðbólgu, gengi íslensku krónunnar eða hverju því öðru sem breytt getur leigufjárhæðinni.
Í stuttu máli má skipta kostum Lykilleigunnar í þrjá þætti:
Gegnsæi: Leigjandinn fær að öllu jöfnu einn mánaðarlegan reikning með fastri greiðslu á leigutíma í allt að 3 ár sem felur í sér þann almenna kostnað sem til fellur við rekstur bílsins.
Hagkvæmni: Þar sem Lykill er magnkaupandi að bílum og þjónustu, nýtur hann hagstæðra kjara hjá bílaumboðum og þjónustuaðilum. Þessi kjör ganga til leigutaka og fyrir vikið verður kostnaðurinn við bílinn umtalsvert lægri. Reglubundið viðhald og umsjón Lykils með bílnum auka þannig endursöluverðmæti og minnka afföll sem skilar sér í lægri leigu á leigutímanum.
Þægindi: Bílarnir eru afhentir í starfsstöð Lykils og þeim er skilað þangað aftur að leigutíma loknum. Leigjandinn skuldbindur sig hins vegar til að færa bílinn til þjónustuskoðunar og í smurþjónustu þegar bíllinn kallar eftir því, fara í dekkjaskipti á réttum tíma og hvað annað sem tryggir gott ástand bílsins.
Áhugasömum til glöggvunar höfum við tekið saman mikilvæga punkta og forsendur Lykilleigu:
Bíllinn er skráður á Lykil og Lykill er eigandi og umráðamaður.
Lykill og leigutaki finna í sameiningu út úr því hvað þú ekur ca. mikið á ári og leigusamningnum er stilltur af eftir því.
Innifalið í leigunni er þjónusta, viðhald, dekk, tryggingar og bifreiðagjöld – þú borgar bara eina greiðslu á mánuði.
Við undirritun samnings er lagt fram tryggingafé sem samsvarar þriggja mánaða leigu.
Við lok leigutíma skilar leigutaki bílnum til Lykils og gengur frá samningslokum
Fyrir áhugasama er frekari upplýsingar að finna á vefsíðu Lykils en þar er einnig að finna samanburð á kostnaði við það að kaupa bíl eða leigja.