Dagný Björk er danskennari og mikil áhugamanneskja um garðrækt af öllu tagi og góðan mat. Hún deildi uppskrift að myntugeli í grúppunni Ræktaðu garðinn þinn – Ókeypis garðyrkjuráðgjöf á Facebook. Við báðum hana að leyfa okkur að deila þessu með okkur á Kvennablaðinu og það var auðsótt. Við þökkum henni kærlega fyrir það!
Uppskrift Dagnýjar að myntugeli:
2 bollar vatn, 1 1/2 b. sykur, 3 sneiðar af sítrónu, Allt soðið saman þar til þykknar. Tekið af hitanum. Melatin gult (hleypiefni), 3 tsk., bætt í og að lokum góð lúka af MYNTU, ca 20 g. Látið kólna aðeins, síið og brytjið nokkur blöð af myntunni út í tæran vökvann – bara svona sem skraut.
Sett í krukkur. Nota má myntugelið til dæmis með gröfnu kjöti – gott með grillaða lambakjötinu og frábært með ostum.
Verði ykkur að góðu!