Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Barnagæla frá nýju Íslandi – Ljóð eftir Anton Helga Jónsson

$
0
0

Barnagæla frá nýju Íslandi

Fjárfestar hafa áhyggjur.
Fjárfestar óttast.
Ástandið veldur áhyggjum og fjárfestar óttast.

Það rignir á blómin. Og fjárfestar óttast.
Krakkarnir syngja. Og fjárfestar óttast.
Það er gaman í bíó. Og fjárfestar óttast.
Loksins er Sigríður ólétt. Og fjárfestar óttast.

Þeir óttast að gjaldmiðlar veikist.
Þeir óttast að gjaldmiðlar styrkist.

Það er fiðringur í loftinu. Og fjárfestar óttast.

Strákur kyssir stelpu og stelpa kyssir strák.
Stelpa kyssir stelpu og strákur kyssir strák.
Allir kyssa einhvern og einhver kyssir alla.
Fólk kyssist og kyssist.
Og fjárfestar óttast.

Öndum nú inn. Og fjárfestar óttast.
Öndum nú út. Og fjárfestar óttast.
Fjárfestar óttast.
Þeir óttast.
Þeir óttast.

Anton Helgi Jónsson


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283