Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

„Að sniðganga er friðsamleg aðferð“

$
0
0

Fréttatilkynning frá BDS Ísland:

Hreyfingin BDS Ísland – sniðganga fyrir Palestínu fagnar því að Borgarstjórn Reykjavíkur hafi samþykkt á fundi sínum í gær að fela skrifstofu borgarstjóra í samvinnu við innkaupadeild að undirbúa og útfæra sniðgöngu Reykjavíkurborgar á ísraelskum vörum meðan hernám Ísraelsríkis á landsvæði Palestínumanna varir.

BDS Ísland telur að um tímamóta samþykkt sé að ræða og hvetur önnur sveitarfélög sem og ríkisstjórn Ísland til þess að fylgja þessu fordæmi borgarstjórnar og sniðganga ísraelska framleiðslu í innkaupum sínum og styðja þannig frelsis- og mannréttindabaráttu Palestínumanna í verki.

Að gefnu tilefni vill hreyfingin koma því á framfæri að sniðganga er friðsamleg aðferð sem miðar að því að tjá siðferðislega og pólitíska vanþóknun á viðvarandi aðgerðum einstaklinga eða stofnanna sem skaða aðra svo lengi sem viðkomandi reynir að viðhalda núverandi ástandi. Fjölmargir þeirra sem börðust gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku hafa lýst því yfir að alþjóðlega sniðgönguherferðin gegn aðskilnaðarstjórninni hafði mikil áhrif.

Í meira en 60 ár hafa diplómatískar lausnir í deilu Ísraela og Palestínumanna ekki sýnt árangur. Ástæðuna fyrir því má rekja til þess skilyrðislausa stuðnings sem Ísrael fær frá Vesturlöndunum sem er ekki hvetjandi til breytinga af þeirra hálfu. Hið alþjóðlega ákall um sniðgöngu á ísraelskri framleiðslu er komið frá Palestínumönnum sjálfum og felur í sér sniðgöngu og þvinganir gegn ísraelskum stjórnvöldum þar til þeir fara að alþjóðalögum og viðurkenna grundvallarréttindi Palestínumanna.

Sniðgangan beinist ekki gegn gyðingum og ekki gegn almenningi í Ísrael eins og oft er haldið fram. Sniðgangan beinist gegn þeirri hugmyndafræði síonista sem stuðlar að aðskilnaði, hernámi, þjóðernishreinsun, byggingu ólöglegra landnemabyggða og að víkka út eigið landsvæði, sem ekki er byggt á gyðingdóm heldur þeirri pólitísku hugsjón síonisma og hugmyndinni um “Stór-Ísrael” (Eretz Israel). Þær hugmyndir eiga ekki rétt á sér samkvæmt alþjóðalögum, stjórnmálasögu eða í flestum afbrigðum gyðingdóms eða menningu gyðinga. Síonismi er pólitísk hreyfing sem er alls ekki studd af öllum gyðingum í heiminum.

Fyrir hönd stjórnar BDS Ísland
Sema Erla Serdar
Formaður


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283