Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Bleika slaufan 2015: Hönnuður Erling Jóhannesson

$
0
0

Bleika slaufan árið 2015 var afhjúpuð við viðhöfn í Skógarhlíð, húsi Krabbameinsfélagsins nú í dag. Það er Erling Jóhannesson sem er hönnuður slaufunnar í ár.  Slaufan er ákaflega falleg að þessu sinni og við heyrðum örstutt í Erling í tilefni dagsins og spurðum hann hvaðan hann hefði sótt innblásturinn og nálgast verkefnið?

Erling Jóhannesson

Erling Jóhannesson/Ljósmynd Jónatan Grétarsson

 

„Krabbameinsfélagið og Félag íslenskra gullsmiða er með samkeppni á hverju vori um hönnun slaufunnar og þegar þetta var auglýst í vor hugsaði ég þetta í smá stund og velti þessu fyrir mér eins og gengur og gerist.  Mér fannst í fyrstu að þetta væri ekki alveg mín deild svo ég ýtti þessu frá mér en hugsaði jafnframt ef ég fengi góða hugmynd væri gaman að taka þátt.   Það var  eins og við manninn mælt þegar maður slakar á og leyfir hlutum að koma til sín –þá kom hugmyndin að slaufunni bara í næsta logni.“

Screen Shot 2015-09-30 at 15.30.13

Ljósmyndari Íris Dögg Einarsdóttur

 

„Hugmyndin skýrir sig nokkuð sjálf.  Nælan túlkar kannski alla þá hraustu og sterku sem standa næstir þeim og styðja þá sem glíma við áföll og veikindi. Þessi slaufa er lítið samfélag, samfélag sem stendur með þér, heldur í hönd þína þegar þegar á bjátar”.

Screen Shot 2015-09-30 at 15.30.23

Ljósmyndari Íris Dögg Einarsdóttur

 

Bleika slaufan 2015 kostar 2.000 kr. Erling Jóhannesson gullsmiður hannaði slaufuna í ár og lýsir henni svona: “Þessi slaufa er lítið samfélag, samfélag sem stendur með þér, heldur í hönd þína þegar þegar á bjátar.”‪#‎bleikaslaufan‬

Skoðaðu sölustaði eftir póstnúmeri hér;http://www.bleikaslaufan.is/solustadirScreen Shot 2015-09-30 at 15.33.38

 

 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283