Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Öryrkjar njóta ekki lengur persónuverndar né friðhelgi einkalífs

$
0
0

Jack Hrafnkell Danielsson skrifar.

 

Ný lög voru samþykkt á alþingi þann 4. febrúar 2014 sem verða til þess að allir öryrkjar skráðir með íslenskan ríkisborgararétt njóta ekki lengur þeirrar persónuverndar eða friðhelgi einkalífsins eins og aðrir þegnar þessa lands.

Lögin ganga út á það að Tryggingastofnun Ríkisins getur núna krafist þess að fá allar upplýsingar um einstaklinga sem eru skráðir öryrkjar frá öðrum stofnunum og má þar telja skattyfirvöld, Þjóðskrá Íslands, Innheimtustofnun sveitarfélaga, Fangelsismálastofnun, Útlendingastofnun, ríkislögreglustjóri, Samgöngustofa, lífeyrissjóðir, sjúkrastofnanir, dvalar- og hjúkrunarheimili, sveitarfélög, Lánasjóður Íslenskra námsmanna, og viðurkenndar menntastofnanir skulu veita Tryggingastofnun upplýsingar um bótaþega. Þá skulu Tryggingastofnun og Sjúkratryggingar Íslands skiptast á upplýsingum um mat á örorku og öðrum nauðsynlegum upplýsingum. Ennfremur fá læknar og heilbrigðisstarfsmenn Tryggingastofnunar aðgang að sjúkraskrám umsækjenda.

Einnig er umsækjendum eða greiðsluþegum og maka þeirra skylt að taka þátt í meðferð málsins meðal annars með því að koma til viðtals, ef óskað er, og veita Tryggingastofnun þær upplýsingar sem teljast nauðsynlegar til að meta bótarétt, fjárhæð og greiðslu bóta.

Samkvæmt lögunum skal Tryggingastofnun reglubundið sannreyna réttmæti bóta, greiðslna og upplýsinga sem ákvörðun um réttindi byggist á.

Hvað þýðir þetta í raun fyrir öryrkja?
Jú.  Þetta þýðir að við njótum engra raunverulegra mannréttinda lengur og friðhelgi einkalífs okkar er orðið nánast ekki neitt.
Það er búið að opna á öll gögn um okkur, læknaskýrslur um okkur verða aðgengilegar nánast öllum hærra settum starfsmönnum TR og þegar svo er komið er ómögulegt að segja til um hvaða fólk kemst í þessi gögn og getur notfært sér þær upplýsingar sem þar eru í hvaða tilgangi sem þeim sýnist.

Ég get ekki betur séð í þessum lögum, en TR komi til með að hafa fulla heimild til hnýsast í bankareikninga okkar, skoða færslur og yfirlit yfir hvað við höfum fengið inn á reikningana okkar og í hvað við höfum notað peningana.  Síðan geta þeir eftir eigin geðþótta, ákveðið að skerða kjör okkar ef við höfum fengið lánaða fjármuni frá ættingjum eða vinum.
Eru þetta mannréttindi?

TR hefur samkvæmt þessu fullann aðgang að öllum gögnum okkar í lífeyrissjóðskerfinu og við getum ekkert sagt til um hvort við kærum okkur um það eða ekki því við erum orðin réttlaus gagnvart slíkri njósnastarfsemi og þessar persónulegu upplýsingar um okkur hjá sjóðunum hafa allir starfsmenn TR aðgang að þegar þeim sýnist.

TR getur kallað hvern sem er í viðtal, hvenær sem er og krafist þess að maki viðkomandi eða sambýlingur mæti til að veita TR allra upplýsinga sem þeir krefjast til að meta hvort maður á rétt á bótum eða ekki.
Er það síðan bara geðþóttarákvörðun viðkomandi tryggingafulltrúa hvort maður fær bæturnar eða ekki?
Manni sýnist það á öllu ef svörin verða ekki rétt.

Samkvæmt þessum lögum skal TR svo sannreyna réttmæti bóta og greiðslna ásamt þeim upplýsingum sem ákvörðun um réttindin byggir á.

Enn spyr ég hvar er friðhelgi okkar einkalífs?

Ég skal játa að ég varð alveg rasandi brjálaður þegar ég sá hverjir höfðu sagt já vð þessum lögum.  Þegar ég sá nafn Birgittu Jónsdóttur, Helga Hrafns og Jóns Þórs á þeim lista þá gjörsamlega féllust mér hendur.  Eini flokkurinn sem ég stólaði á að mundi vernda mig og alla aðra öryrkja fyrir þessum gjörningi hafði svikið mig.
Þau sem ætluðu að standa vörð um frelsi einstaklingsins, tjáningarfrelsið og svo ég tali nú ekki um að standa vörð um friðhelgi einkalífsins og að persónuupplýsingarnar um okkur færu ekki á flakk, samþykktu lög sem gera yfirvöldum frjálst að ganga í allar upplýsingar um okkur að okkur forspurðum.  Í mínum huga eru þetta einhver verstu svik sem ég get hugsað mér og á einu bretti missti ég allt traust á Birgittu, Helga og Jóni, hversu vel sem þau hafa staðið sig til þessa.

Helgi Hrafn setti myndband á youtube í dag þar sem hann útskýrir sína hlið á því hvers vegna píratar samþykktu þessi lög en satt best að segja gef ég ekki skít fyrir þær útskýringar, ef útskýringar skyldi kalla, því þetta heitir að reyna að réttlæta vondan málstað.  Það gera þeir sem vita upp á sig sökina og skömmina ef þeir þegja þá ekki bara.

Aumt er þetta yfirklór og ljótt.  Fljótlærð voru þau fræði sem gömlu flokkarnir hafa haft fyrir ykkur og þið hafið verið góðir kandídatar.

Blogg Jack H. Daniels má lesa í heild sinni hér og við bendum á þessa færslu hans líka sem hann birti  4. febrúar 2013


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Trending Articles