Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Stórtíðindi í dýravernd

$
0
0

Hinn heimsfrægi umhverfis- og dýraverndarsinni Jane Goodall mun koma til Íslands í júní á næsta ári og halda erindi, sem verður auglýst síðar.

Þetta hefur gengið eftir, eftir að kynni tókust með Sigurði Baldvin Sigurðssyni og Árna Stefáni Árnasyni dýraverndarlögfræðingi, en sem kunnugt er hefur Árni Stefán aðstoðað Lindu Pétursdóttur athafnakonu og dýraverndarsinna vegna undirskriftarsöfnunar á netinu, ákall til Alþingis um opnun dýraathvarfs  sem margir íslenskir fjölmiðlar fjölluðu um nýlega.

Sigurður rekur umfangsmikið dýraathvarf á Spáni ásamt eiginkonu sinni og er persónulegur vinur Jane Goodall. Í framhaldi af skrifum Árna Stefán á bloogsíðu hans tókust kynni með Sigurði og Árna Stefán, sem leitt hafa til þess, að nú hefur Jane Goodall ákveðið, að miðla af þekkingu sinni á Íslandi. Það verður sannkallaður hvalreki fyrir íslenska dýravini.

Þetta verður fyrsta heimsókn Jane til Íslands en hún ferðast árið um kring um allan heim til að halda fyrirlestra um viðfangsefni sitt.

Frekari frétta er að vænta innan skamms.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283