Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Halló, þú – viltu gefa mér smástund af þínum tíma?

$
0
0

 

Heilbrigðiskerfið okkar er lasið!

Við, þú og ég, stöndum frammi fyrir því að heilbrigðiskerfið okkar er að hrynja!

Stór orð og það eru margir búnir að segja þetta en nú er svo komið að það verður ekki lengur litið undan. Kerfið ER að hrynja.

Kynslóðir foreldra okkar, ömmur og afar og foreldrar þeirra byggðu þetta kerfi upp með stolti og af litlu fé. Við hvert skref sem þau stigu áfram í heilbrigðismálum voru stoltir landar okkar að lesa um það í blöðunum úti um allt land. Já, Íslendingar voru ánægðir og stoltir af sínum Landspítala.

Úti um allt land urðu til styrktarfélög til að leggja spítalanum lið, Kvenfélagið Hringurinn, Rauði krossinn, Lions-félögin, Kiwanis-félögin, Rotary, Sinawik, Líf Styrktarfélag og svo mætti lengi telja, öll þessi félög hafa á óeigingjarnan hátt lagt spítala allra landsmanna lið.

Landspítalinn er ríkisrekinn. Það táknar að þú og ég eigum spítalann og það er á okkar ábyrgð að reka hann svo vel sé.

Erum við að reka hann svo vel sé?

Við verðum að horfast í augu við að húsakostur spítalans er fyrir löngu kominn á endurnýjunarstig. Það er langt síðan að það fór að leka með gluggum og loftaplötum. Dæmi; sonur minn fæddist á fæðingardeildinni fyrir 38 árum síðan og þá láku loftin og gluggarnir voru ónýtir – það er að segja, viðurinn var gegnsósa af bleytu á fæðingardeildinni á 3. hæð og balar voru á gólfum til að taka við bleytunni sem lak með loftaplötum. En umhyggjan og þjónustan af hendi starfsfólksins var til fyrirmyndar.

Endurnýjun og nýkaup á hvers konar tækjum sem eiga að halda okkur meðal þeirra bestu lendir ótrúlega mikið á alls konar styrktarfélögum. Það væri áhugavert að vita hversu hátt hlutfall lendir á þessum sjálfboðaliðum! Og hve mikið fer á rekstrarreikninginn sem er á okkar ábyrgð.

Við þurfum að horfast augu við það að það er allt of algengt í fréttum að talað eru um að heilu deildirnar séu að berjast við leka og sveppaskemmdir. Aðrar að berjast við óhagstætt húsnæði og enn aðrar að berjast við allt of lítið húsnæði.

Hysjum upp um okkur brækurnar! Brettum upp ermarnar!

Í alvöru, þetta snýst ekki lengur um PÓLITÍK, þetta er löngu orðið ÞVERPÓLITÍSKT, vandinn er bara sá að stjórnmálamennirnir okkar og landsfeður virðast ekki átta sig á því! Þeir þurfa okkar aðstoð með undirskrif á Endurreisn.is.

Íslenska þjóð, það er núna sem við ætlum að reisa nýtt sjúkrahús, alvöru sjúkrahús, og við megum ekki lengur eyða okkar dýrmæta tíma í óþarfa þvaður. Nú er lag. Tökum fyrstu skóflustunguna þann 17. júní á þjóðhátíðardegi okkar Íslendinga, og gerum þetta saman.

Við eigum það skilið.

Skrifum undir hér!
Screen Shot 2016-02-07 at 21.20.59


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283