Tónlistar- og leikkonan Þórunn Antonía bætist í hóp þeirra sem ljá Endurreisn.is krafta sína í nýju myndbandi sem Kári Stefánsson birti í kvöld. Ríflega 60.000 manns hafa nú skrifað undir áskorunina sem þú getur skrifað undir hér.
Þórunn segir meðal annars:
Það þarf að endurreisa heilbrigðiskerfi Íslands og við erum að standa saman í því að það verði gert. Þetta málefni varðar okkur öll. þetta varðar mig, þetta varðar þig – þetta varðar alla fjölskylduna sem við eigum.
Þórunn Antonía tónlistar- og leikkona Thorunn Antonia Magnusdottir
Posted by Kari Stefansson on Monday, 8 February 2016