Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

35.000 miðar seldir á söngleikinn Mamma Mia

$
0
0

Fréttatilkynning frá Borgarleikhúsinu:

MAMMA MIA! verður frumsýnd 11.mars á Stóra sviði Borgarleikhússins. Leikstjóri er Unnur Ösp Stefánsdóttir og aðalhlutverk eru í höndum Jóhönnu Vigdísar Arnardóttir, Helga Björns, Val Freys Einarssonar, Halldórs Gylfason, Þórunnar Örnu Kristjánsdóttur og margir fleiri glæsilegir leikarar, dansarar og tónlistarmenn taka þátt í sýningunni.

Yfir 54 milljónir manna um allan heim hafa hrifist með og fallið fyrir persónum, sögu og rífandi fjörugri tónlist ABBA í söngleiknum heimsfræga MAMMA MIA. Enn fleiri hafa séð bíómyndina með Meryl Streep í aðalhlutverki en sagan segir frá einstæðri móður sem undirbýr brúðkaup einkadóttur sinnar. Forvitni dótturinnar ungu um uppruna sinn verður til þess að hún býður á laun þremur gömlum kærustum móður sinnar í brúðkaupið í því skyni að komast að því hver þeirra sé faðir hennar. Nú eru góð ráð dýr; feðurnir vilja allir eiga dótturina og móðirin þarf að horfast í augu við skrautlega fortíð sína – úr verður syngjandi skemmtilegur tilfinningarússíbani fyrir alla viðstadda.

Mamma mía

Mamma mía

Unnur Ösp Stefánsdóttir tekst hér á við einn frægasta söngleik allra tíma með einvala hóp listamanna sér við hlið. Saman bjóða þau okkur uppá ómótstæðilega gleðisprengju, sannkallaða stórsýningu sem hrífur unga sem aldna!

Nú þegar hefur aðsóknin í MAMMA MIA verið með ólíkindum en uppselt er á 58 sýningar og búið að selja um 35 þúsund leikhúsmiða. Önnur eins miðasala fyrir frumsýningu hefur ekki sést í íslensku leikhúsi áður.

Hér má heyra þau Helga Björns og Jóhönnu Vigdísi flytja ABBA lagið SOS úr sýningunni:


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283