Mossack Fonseca fyrirtækið sem aðstoðaði forsætisráðherra og hóp íslenskra stjórnmálamanna að fela eignir og fé með stofnun aflandseyjarfélaga tók meðal annars þátt í að selja olíu til sýrlenska flughersins. Þetta kemur fram í Panamaskjölunum sem Reykjavík media vann sérstakan Kastljóss þátt úr.
Þá tók fyrirtækið þátt í að þvo peninga mansalshrings frá Rússlandi sem seldi og nauðgaði táningsstúlkum. Þegar fyrirtækið komst að því að einn viðskiptvinur þess væri barnaníðingur komst Mossack Fonseca að þeirri niðurstöðu að lagalega séð væri fyrirtækið ekki skyldugt að tilkynna viðskiptavininn til yfirvalda.
Mossack Fonseca hjálpaði fyrirtæki að komast hjá 150 milljón dollara skattagreiðslum í Úganda á sama tíma og erfilega gekk að fjármagna lágmarks heilbrigðisþjónustu. Hér er myndband frá ICIJ sem segir frá því hverskonar fyrirtæki þetta er og er myndbandið hluti af fréttum tengdum Panama-lekanum.