Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Sigðurður Ingi telur að „við höfum lög og reglur í þessu samfélagi“

$
0
0

„Við höfum lög og reglur í samfélaginu,“ sagði Sigðurður Ingi Jóhannesson, verðandi forsætisráðherra, á Alþingi rétt í þessu. Þá sagði hann að þeir sem færu eftir lögum og reglum ættu ekki að búa við þann veruleika að vera kallaðir öllum illum nöfnum. Ráðherra hefur því nú þegar stillt sér upp í varnarliði Sigmundar Davíðs, í orði með slíkum varnarræðum og á borði með þátttöku sinni í verðandi ríkisstjórn.

Verðandi forsætisráðherra virðist því aðhyllast samskonar lagahyggju og forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er varðar siðferði. Að siðferði sé aðeins sótt í þrengstu túlkun laga. Í ræðunni sagði hann að þingmenn yrðu að fara yfir málin og sýna auðmýkt.

Óttar Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, gagnrýndi ummæli Sigurðar Inga sem svarað á móti að þingmaðurinn hefði tekið orð hans úr samhengi. „Okkur er sá vandi á höndum að byggja upp traust á stjórnmálum og stjórnmálamönnum,“ sagði Sigurður um verkefnin framundan.

Sigurður Ingi sagði ekkert að því að eiga eignir á lágskattasvæðum svo framalega sem skattar séu greiddir af eignum. Þetta kom fram í svari við fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur, formanns VG. Verðandi forsætisráðherra hvatti alla þá sem „orðið hafa fyrir því“ að fela peninga eða svíkja undan sköttum að gera hreint fyrir sínum dyrum.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283