Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Kínverjar neita sölu á mannakjöti til Afríku

$
0
0

Kínversk yfirvöld hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna falskra frétta af mannakjötssölu kínverskra fyrirtækja til Suður-Afríku. Zambískir fjölmiðlar birtu nýlega fréttir af málinu sem byggðu á myndum af samfélagsmiðlum. Sendiherra Kína í Zambíu hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Farið er fram á rannsókn á því hvernig slíkar fréttir komust á ferð sem og afsökunarbeiðni.

Yang Youming, sendiherra Kína í Zambíu.

Yang Youming, sendiherra Kína í Zambíu.

Yang Youming, sendiherra Kína í Zambíu sagði málið ósáættanlegt og illkvittinn rógburð. Kínverskir ríkisfjölmiðlar hafa fjallað um málið. Þar hefur víða verið fullyrt að þeir zambísku fjölmiðlarnir sem greindu frá málinu séu reknir áfram af illum hvötum enda sé fréttaflutningurinn tilraun til að „eyðileggja langvarandi og gott samband Kína og Zambíu.“

Uppruni fréttanna virðist vera að rekja til mynda á samfélagsmiðlum. Í sumum fréttanna var vitnað beint í samtöl sem áttu að hafa átt sér stað milli fréttamanna og fólks sem vann í verksmiðjunum. Tilgátan er sú að útflutningur Kína á mannakjöti sé til kominn vegna þess að ekkert pláss sé lengur til að jarða lík í landinu. Kína er reyndar tæplega tíu milljón ferkílómetrar að stærð. Tilgátan er því vægast sagt hlægileg.

Snopes.com er vefsíða sem kannar sannleiksgildi frétta sem eiga uppruna sinn á Samfélagsmiðlum. Í umfjöllun Snopes af málinu kemur fram að myndirnar sem sögusagnirnar byggja á séu nokkra ára gamlar og komi úr nokkrum áttum. Þar á meðal eru myndir úr auglýsingaherferð tölvuleiksins Resident Evil 6, frá árinu 2012. Í tilefni að útgáfu leiksins opnaði ‘slátrari’ verslunarbás í Smithsfield Market, í dag kallast hann London Central Market, sem leit út fyrir að selja mannakjöt. Wiskers & Son Resident Evil Human Buthercy seldi að sjálfsögðu ekki mannakjöt heldur kjöt sem búið var að móta svo að það líktist líkamspörtum.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283