Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Tómata- og rósmarínsulta frá „Strákunum í Brooklyn“

$
0
0
tveir_bru

Chris og Tony

Við elskum matarsultur. Sama hvort það er sulta með góðri steik eða gróf sulta á ristuðu brauði, þá er eitthvað við bragðmiklar meðlætissultur sem gerir máltíðina einstaka.

Þessi sulta sem er bragðbætt með fersku kryddi og góðu balsamikediki er frábært meðlæti, sæt, ilmandi og full af háum nótum. Við berum hana fram með djúpsteiktum Brie (sjá uppskrift hér) en hún stendur fyllilega ein og sér með ristuðu brauði. Einföld að gerð en alveg ótrúlega bragðmikil og góð.

sulta2

1 dós af niðurskornum tómötum

¼ bolli gott balsamikedik

2 matskeiðar sykur

Nokkrar rósmarín- og timiangreinar

2 hvítlauksrif smáttskorin eða pressuð

salt og pipar að smekk

Leiðbeiningar:

Kremjið og skerið hvítlaukinn. Notaðu jarka handarinnar til að kremja hvítlauksrifið, það auðveldar þér verkið við að flysja hann.

sulta3

Setjið balsamikedikið, sykurinn, hvítlaukinn og fersku kryddin í pott og hitið á vægum hita.

sulta4

Látið malla á vægum hita og hrærið í af og til þar til edikið hefur soðið niður að hluta. Þetta tekur um það bil 6–7 mínútur. Sósan ætti að loða við hliðar pottsins eins og létt sýróp sjá hér:

sulta5

Bætið tómötunum við og sjóðið saman við sósuna á vægum hita í 15–20 mínútur.

sulta6

Þegar sultan er tilbúin munu tómatarnir vera djúprauðir á lit og áferðin orðin áþekk grófri sultu.

sulta7

Þegar sultan hefur kólnað til fulls, fjarlægið ferku kryddgreinarnar og njótið! Sultan er best við stofuhita eða aðeins kæld. Borðið hana með kjöti, á samlokur eða bara á hvað sem er sem þarfnast smá upplyftingar.

sulta8

Við eigum það til að að borða sultuna beint upp úr pottinum…en það er bara okkar vandamál!

-Tony


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283