Brynjar Karl er 11 ára einhverfur strákur sem elskar að byggja úr Legó. Brynjar er búinn að hanna skip sem hann langar að smíða úr legókubbum og í þessu myndbandi biðlar hann til þeirra sem öllu ráða hjá Legó fyrirtækinu og biður um að sér verði boðið að heimsækja Lego verksmiðjuna. Brynjar er einstakur hæfileikadrengur og við vonum svo sannarlega að draumur hans verði að veruleika. Við getum öll hjálpað honum með því að deila myndbandinu sem víðast. Áfram Brynjar!
Bjarney Lúðvíksdóttir mamma Brynjars er kvikmyndagerðarkona og aðstoðaði við gerð myndbandsins.