Guðni Th. Jóhannesson verður næsti forseti lýðveldisins. Guðni hlaut um 39% atkvæða. 71.356 einstaklingar kusu Guðna. Hylling verður fyrir utan heimili hans á Seltjarnarnesi klukkan fjögur í dag. Sýnt verður frá hyllingunni í beinni útsendingu Rúv.
Guðni Th. á afmæli þann 26. júní og er því 48 ára gamall í dag.
Guðni Th. Jóhannesson fæddist í Reykjavík 26. júní árið 1968. Hann er sonur hjónanna Margrétar Thorlacius, kennara og blaðamanns, og Jóhannesar Sæmundssonar, íþróttakennara og landsliðsþjálfara, sem lést árið 1983. Guðni ólst upp í Garðabæ og á tvo bræður, Patrek, íþróttafræðing og handboltaþjálfara, og Jóhannes kerfisfræðing.
Guðni útskrifaðist árið 1987 með stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík. Hann stundaði nám í sögu og stjórnmálafræði við Warwick-háskóla á Englandi og útskrifaðist þaðan með BA-gráðu árið 1991. Eftir það lærði hann þýsku við Háskólann í Bonn í Þýskalandi. Hann nam rússnesku á árunum 1993-1994 við Háskóla Íslands. Guðni útskrifaðist með meistaragráðu í sagnfræði frá HÍ árið 1997. Hann nam sagnfræði á árunum 1998-1999 við Oxford-háskóla á Englandi og útskrifaðist þaðan árið 1999 með MSt-gráðu í sögu. Árið 2003 lauk hann doktorsprófi í sagnfræði frá Queen Mary, University of London.
Guðni er kvæntur Elizu Reid og kynntust þau á námsárum sínum við Oxford-háskóla á Englandi. Eliza er frá Kanada og stundaði nám í nútímasögu í Oxford. Eliza er með MSt-gráðu frá Oxford-háskóla og BA-gráðu í alþjóðasamskiptum frá Toronto-háskóla. Guðni og Eliza hafa verið búsett hérlendis frá árinu 2003. Þau búa á Seltjarnarnesi ásamt börnum sínum en þau eru Duncan Tindur (f. 2007), Donald Gunnar (f. 2009), Sæþór Peter (f. 2011) og Edda Margrét (f. 2013). Guðni á dótturina Rut (f. 1994) með fyrri eiginkonu sinni, Elínu Haraldsdóttur, viðskiptafræðingi og listakonu.
Guðni er dósent í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hann hefur starfað sem kennari við Háskóla Íslands, Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Bifröst og University of London. Guðni hefur skrifað fjölda sagnfræðirita, meðal annars um sögu þorskastríðanna og forsetaembættið. Þá hefur Guðni skrifað fjölda bóka og fræðigreina um sögu Íslands og samtíð. Má þar nefna ævisögu Gunnars Thoroddsen og bókina Óvinir ríkisins en þær voru báðar tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Þá skrifaði Guðni bókina Völundarhús valdsins um embættistíð Kristjáns Eldjárns og metsöluritið Hrunið.
Í aðdraganda kosninga kynnti Guðni meginstefnu sína en hún er svohljóðandi:
„Ég býð mig fram til forseta Íslands vegna þess að ég hef ákveðnar hugmyndir um embættið sem ég vil fylgja eftir. Forseti á að vera fastur fyrir þegar á þarf að halda. Hann á að leiða erfið mál til lykta og tryggja að þjóðin eigi alltaf síðasta orðið í stærstu málum sem hana varðar. Um leið á forseti að standa utan og ofan við fylkingar í samfélaginu. Fólkið í landinu á að finna að hann sé ekki í liði með einum á móti öðrum.
Forseti Íslands er málsvari landsins á alþjóðavettvangi, andlit okkar í augum heimsins. Hann á að styðja við menningu landsins og listir, atvinnu- og viðskiptalíf. Í atbeina sínum fyrir Íslands hönd á forseti að vera stoltur en hógvær, kappsamur án drambs.
Í anda þeirra hugmynda sem ríktu þegar lýðveldið Ísland var stofnað 1944 á forseti að vera sameiningartákn þjóðarinnar, eini embættismaðurinn sem kjörinn er í beinum kosningum. Fyrri forsetar hafa mótað embættið eftir sínu höfði en innan þess ramma sem lög og hefðir skapa. Næsti forseti á að fylgja þessu fordæmi forvera sinna, læra bæði af því sem vel var gert og því sem miður fór. Fyrst og fremst á forseti að vera öllum óháður, hlýða eigin samvisku og þjóna öllum jafnt í landinu.“
Guðni Th. Jóhannesson ferilskrá og námsferill
1999-2003: Doktorsnám í sögu við Queen Mary, University of London. Doktorsvörn í desember 2003.
1998-99: MSt-nám í sögu við St Antony’s College, University of Oxford. Brautskráðist með ágætiseinkunn.
1994-97: MA-nám í sögu við Háskóla Íslands. Brautskráðist með ágætiseinkunn.
1993-94: Nám í rússnesku við Háskóla Íslands. Námi hætt því kennsla í málinu fyrir nema á öðru ári var felld niður.
1991-92: Nám í þýsku við háskólann í Bonn. Lauk ekki prófum.
1988-91: BA-nám í sögu og stjórnmálafræði við Warwick-háskóla í Englandi. Brautskráðist með æðri annars flokks ágætiseinkunn (BA Hons. upper second class degree).
1983-87: Nám við Menntaskólann í Reykjavík. Brautskráðist með aðra einkunn.
Starfsferill
Frá 2014: Dósent við sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands.
2013-2014: Lektor við sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands.
2010-2012: Sjálfstætt starfandi sagnfræðingur.
2007- ág. 2010: Lektor við Háskólann í Reykjavík.
Vorönn 2007: Stundakennari í sögu við Háskóla Íslands. Kenndi hluta námskeiðsins „Íslandssaga eftir 1815”.
Vorönn 2006: Stundakennari í sögu við Háskóla Íslands. Kenndi námskeiðin „Íslandssaga IV” og „Ísland á 20. öld”.
Vorönn 2005: Stundakennari í sögu við Háskóla Íslands. Kenndi námskeiðin „Þorskastríðin”, „History of Iceland from the Settlement to the Present” og „Ísland á 20. öld”.
Ágúst 2004-06 Stundakennari í Evrópusögu við Háskólann á Bifröst (eins dags kennsla með fjarnámi og ritgerðavinnu).
Frá jan. 2004: Styrkþegi Rannsóknarmiðstöðvar Íslands, RANNÍS, með starfaðstöðu hjá Hugvísindastofnun Háskóla Íslands. Þriggja ára staða við rannsóknir á sögu þorskastríðanna og landhelgissögu Íslands.
Vorönn 2004: Stundakennari í sögu við Háskóla Íslands. Kenndi námskeiðið „History of Iceland from the Settlement to the Present”.
2003-04: Í hlutastarfi hjá útgáfufyrirtækinu Fróða við kaflaskrif í Síldarsögu Íslands.
Vorönn 2002: Aðstoðarkennari við Queen Mary, University of London. Kenndi Evrópusögu frá 1870.
2000-2001: Fréttaritari Ríkisútvarpsins í Bretlandi.
Apríl-nóv. 1999: Skrifaði sögu Íslenskrar erfðagreiningar og Kára Stefánssonar, forstjóra fyrirtækisins.
Jan.-júní 1998: Sögukennari við Menntaskólann í Reykjavík.
1988-1998: Afleysingafréttamaður á fréttastofu Ríkisútvarpsins, yfirleitt í sumarleyfum en einnig utan þeirra.
Vorönn 1997: Kenndi námskeið um stjórnmálasögu Íslands við háskólann í Helsinki.
1996-98: Fastráðinn stundakennari í sögu við Háskóla Íslands (66% staða). Kenndi mannkynssögu frá 1939 og sögu Eystrasaltslandanna á 20. öld.
1997-98: Skrifaði sögu Síldarverksmiðja ríkisins fyrir síldarsögunefnd fyrir þriggja binda verk, Síldarsögu Íslands.
1992-97: Þýddi fjórar spennusögur bandaríska rithöfundarins Stephens King.
Sumar 1995: Skipulagði og fór yfir gögn Péturs J. Thorsteinssonar sendiherra.
1992-93: Skrifaði handrit að sögu Sveins Benediktssonar framkvæmdastjóra.
1987-88: Aðstoðarmaður á skjalasafni Alþingis og fréttamaður á næturvöktum í Ríkisútvarpinu.
1983-87: Ýmis sumarstörf: Vann tvö sumur í Búrfellsvirkjun, var háseti á kaupskipinu Keflavík eitt sumar og annað við smíði olíuborpalla við Stafangur í Noregi.
Bækur og fræðigreinar
„Public Perceptions of the Need for Civil Defence in Iceland.“ Í Valur Ingimundarson og Rósa Magnúsdóttir (ritstj.), Nordic Cold War Cultures. Ideological Promotion, Public Reception, and East-West Interactions. Aleksanteri Cold War Series (Helsinki: Aleksanteri Institute, 2015), bls. 96−108.
„Exploiting Icelandic History: 2000−2008.“ Í E. Paul Durrenberger og Gísli Pálsson (ristj.), Gambling Debt. Iceland‘s Rise and Fall in the Global Economy (Boulder, Colorado: University Press of Colorado, 2015), bls. 15−22.
„Vitnisburður, aðgangur og mat heimilda. Bresk skjöl og bandarísk um bankahrunið á Íslandi“. Saga 52/2 (2014), bls. 33−57.
„Raupað úr ráðuneytum. Stjórnmál, sjónarhorn, minni, tilgangur“. Saga 52/1 (2014), bls. 53−68 (ítardómur)
„„Ég vissi ekkert, ég gat ekkert.“ Bankahrunið á Íslandi og vægi valdhafa í þungum straumi sögunnar.“ Kristbjörn Helgi Björnsson (ritstj.), Söguþing 2012. Ráðstefnurit (Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands: Reykjavík, 2013), 1−24, http://skemman.is/stream/get/1946/15703/37748/3/%C3%89g_vissi_ekkert.pdf.
„Violence” (með Robert Gildea, Chris Reynolds og Polymeris Voglis). Robert Gildea, James Mark og Anette Warring (ritstj.), Europe’s 1968. Voices of Revolt (Oxford: Oxford University Press, 2013), 258−279.
The History of Iceland. The Greenwood histories of the modern nations (Santa Barbara, California: Greenwood, 2013).
„„Life is Salt Fish”: The Fisheries of the Mid-Atlantic Islands in the Twentieth Century”. Ingo Heidbrink og David J. Starkey (ritstj.), A History of the North Atlantic Fisheries II. From the 1850s to the Early Twenty-First Century (Bremen: Hauschild, 2012), 277‒292.
„Gests augað. Íslensk saga og samtíð í skrifum erlendra höfunda“ Saga 50/2 (2012), bls. 129‒143.
„Fjernfiskeri og produktion ‒ efter 1945“ og „Handelsforhold og fiskeripolitik“ (einn þriggja höfunda). Jón Th. Thór, Daniel Thorleifsen, Andras Mortensen og Ole Marquardt (ritstj.), Naboer i Nordatlanten. Færøerne og Grønland. Hovedlinjer i Vestnordens historie gennem 1000 år (Þórshöfn í Færeyjum: Fróðskapur, 2012), bls. 216‒236.
„Sagnfræðin og endurskoðun stjórnarskrárinnar“, Tímarit lögfræðinga 4 (2011), bls. 449‒454.
„Hvaða hugmyndir búa að baki skilgreiningu ævisögunnar? Hvað er ævisaga? Spurning Sögu“, Saga 49/2 (2011), bls. 45‒49.
„Tjaldað til einnar nætur. Uppruni bráðabirgðastjórnarskrárinnar“. Stjórnmál og stjórnsýsla 7 árg. nr. 1, 2011, [http://skemman.is/is/stream/get/1946/9655/24587/1/a.2011.7.1.4.pdf], bls. 61‒72.
„Hefurðu heimild? Skráð og óskráð lög um ævisagnaritun“. Tímarit Máls og menningar 1/2011, bls. 40–50.
Gunnar Thoroddsen. Ævisaga (Reykjavík: JPV, 2010).
„Bylting á Bessastöðum. Embætti forseta Íslands í valdatíð Ólafs Ragnars Grímssonar“. Skírnir 184. ár (vor 2010), bls. 61-99.
„Country Report: Iceland“ (með Gunnari Þór Péturssyni), EUDO Citizenship Obeservatory, [http://eudo-citizenship.eu/docs/CountryReports/Iceland.pdf], 2010.
„„Þeir fólar sem frelsi vort svíkja“. Lög, ásakanir og dómar um landráð á Íslandi“. Saga 47. árg. nr. 2, 2009, 55-88.
Hrunið. Ísland á barmi gjaldþrots og upplausnar (Reykjavík: JPV, 2009).
„Þorskastríðin: Barátta við erlenda fjandmenn og innlendar goðsagnir“. Skírnir, 182. árg. nr. 2, 2008, 456-471.
(Ritstjóri), Hvað er sagnfræði? Rannsóknir og miðlun (Reykjavík, 2008).
„„Ef kjarnorkusprengja spryngi yfir Reykjavík dæju allir bæjarbúar“. Loftvarnir og almannavarnir á Íslandi, 1951-1973“. Saga, 45. árg. nr. 2, 2007, 7-44.
„Síldarbræðsla“, og „Síldarleit úr lofti“. Silfur hafsins. Gull Íslands. Síldarsaga Íslands III (Reykjavík: Nesútgáfan 2007), bls. 65-174 og 217-230.
„Stjórnarmyndanir á Íslandi, 1971-2007. Frá Framsóknaráratugum til drottinsvalds Sjálfstæðisflokksins (með drauminn um samfylkingu jafnaðarmanna í bakgrunni“. Stjórnmál og stjórnsýsla – veftímarit. 1. tbl. 3. árg. (júlí 2007). http://www.stjornmalogstjornsysla.is/images/stories/fg2007v/gudni.pdf, [38 bls.]
„Sagan séð að ofan og neðan. Guðni Th. Jóhannesson og Jón Þ. Þór ræða við breska sagnfræðinginn og metsöluhöfundinn Antony Beevor“. Saga XLV, 1, 2007, bls. 7-17.
Troubled Waters. Cod War, Fishing Disputes, and Britain’s Fight for the Freedom of the High Seas, 1948-64 (Reykjavík: North Atlantic Fishing History Association, 2007).
„Inngangur“ að grein Ásgeirs Jóhannessonar, „Stjórnarmyndunin 1958“. Skírnir, 180. ár (haust 2006), bls. 251-253.
Óvinir ríkisins. Ógnir og innra öryggi í kalda stríðinu á Íslandi (Reykjavík: Mál og menning, 2006).
Þorskastríðin þrjú. Saga landhelgismálsins 1948-1976 (Reykjavík: Hafréttarstofnun Íslands, 2006).
„Leikstjóri, leikari eða áhorfandi? Forsetinn og stjórnarmyndanir“, Stjórnmál og stjórnsýsla – veftímarit, 1. tbl. 2. árg. (maí 2006), http://www.stjornmalogstjornsysla.is/images/stories/fg2006v/gthj.pdf, [24 bls.]
„Skipti sjálfstæðið máli? Samanburður á landhelgismálum Íslendinga og Færeyinga um miðja síðustu öld“. Magnús Snædal og Anfinnur Johansen (ritstjórar), Frændafundur 5. Fyrirlestrar frá íslensk-færeyskri ráðstefnu í Reykjavík 19.-20. júní 2004, bls. 204-212.
„Komi þeir sem koma vilja“. Vefritið Kistan [http://www.kistan.is/efni.asp?n=4317&f=4&u=98], birt 8.12.2005.
Völundarhús valdsins. Stjórnarmyndanir, stjórnarslit og staða forseta Íslands í embættistíð Kristjáns Eldjárns, 1968-1980 (Reykjavík: Mál og menning, 2005).
„Hvað eru framfarir? Hvað er útrás?” Lesbók Morgunblaðsins, 3.9.2005.
„Fortíðarræningjar”. Vefritið Kviksaga [http://www.kistan.is/prent.asp?n=3744&f=15&u=94], birt 24.5.2005.
„Af menningareintali”. Vefritið Kviksaga, [http://www.kistan.is/prent.asp?n=3715&f=15&u=94], birt 14.5.2005.
„Umræða um ekkert? Einföld og flókin skoðanaskipti sagnfræðinga um aðferð og afurð, sögur og sagnfræði, skor, skóga og tré”. Vefritið Kviksaga, [http://www.kistan.is/prenta.asp?sid_id=28226&tre_rod=008|004|&tId=2&fre_id=55253&meira=1], birt 5.4.2005.
Kaflar um Ísland og skyld efni í The Encyclopeddia of the Cold War (Santa Barbara: ABC-CLIO, 2008).
Sympathy and Self-interest. Norway and the Anglo-Icelandic Cod Wars, Forsvarsstudier 1:2005 (Oslo: Institutt for forsvarsstudier, 2005).
„Iceland”. Encyclopedia of the Arctic II (New York og London: Routledge, 2004), bls. 919-926.
„Hræðilegt og fræðilegt. Umræður um forsætisráðherrabókina”. Fréttabréf Sagnfræðingafélags Íslands, nr. 138, desember 2004, bls. 4-5.
„„Stóra drápið”. Atlaga Hannesar Hafstein og Dýrfirðinga að breska togaranum Royalist árið 1899”. Ársrit Sögufélags Ísfirðinga, 44. árg., 2004, bls. 81-114.
„How Cod War Came. The Origins of the Anglo-Icelandic Fishing Dispute, 1958-61”. Historical Research, 77. árg., nr. 198, 2004, bls. 543-574.
„Did He Matter? The Colourful Andrew Gilchrist and the First Cod War, 1958-61”. Deutsches Schiffahrtsarchiv, 26. árg., 2003 [birt 2004], bls. 287-299.
„To the Edge of Nowhere. U.S.-Icelandic Defense Relations During and After the Cold War”, Naval War College Review, 57. árg. nr. 4, 2004, bls. 115-137 (sjá http://www.nwc.navy.mil/press/Review/2004/SummerAutumn/pdfs/art8-sa04.pdf).
„Hvað ber að gera?” Fréttabréf Sagnfræðingafélags Íslands, nr. 137, september 2004, bls. 6-7.
„Geta sagnfræðingar fjallað um fortíðina?” Ritið, 4. árg. nr. 1, 2004, bls. 181-188.
„Bjarni Benediktsson,” í Ólafur Teitur Guðnason (ritstj.), Forsætisráðherrar Íslands – Ráðherrar Íslands og forsætisráðherrar Íslands í 100 ár (Akureyri: Bókaútgáfan Hólar, 2004), bls. 295-314.
„Royalistmálið. Aðför Hannesar Hafstein að breskum togara á Dýrafirði árið 1899”, í Heimastjórn í hundrað ár (vefur vegna aldarafmælis heimastjórnar 2004, www.heimastjorn.is), 8.567 orð.
„En fælles konflikt? Kampen om fiskerigrænser i Nordatlanten fra middelalder til nutid”, í Daniel Thorleifsen (ritstj.), De vestnordiske landes fælleshistorie. Udvalg af indledende betragninger over dele af den vestnordiske fælleshistorie (Nuuk: KIIP, 2003), bls. 63-72.
„Þorskastríð í sjónvarpi. Frásagnir, sagnfræði og (hálf)sannleikur”. Saga, 41. árg., nr. 1, 2003, bls. 185-198.
„Tíu spurningar. Hugleiðingar um þorskastríðin”. 2. íslenska söguþingið. Ráðstefnurit II (Reykjavík: Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands, Sagnfræðingafélag Íslands og Sögufélag, 2002), bls. 436-51.
„Höfum við gengið til góðs? Nokkrar bækur um tuttugustu öldina”. Saga, 40. árg. 2002, 181-197.
Kári í jötunmóð. Saga Íslenskrar erfðagreiningar og Kára Stefánssonar (Reykjavík: Nýja bókafélagið, 1999).
„Skiptum við máli? Ísland og Eystrasaltsríkin, 1990-1991”. Söguþing 1997 II (Reykjavík: Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands, Sagnfræðingafélag Íslands og Sögufélag, 1998), bls. 185-192.
„„Nobody has done so much for us”. Iceland and Lithuania, 1990-1991”. Lithuanian Papers, 10. árg. 1996, bls. 11-19.
„Síldarævintýrið í Hvalfirði”, Ný saga, 7. árg. 1995, bls. 1-29.
Fyrirlestrar og útvarpserindi
„Sources, access, archives. A personal story.“ Lykilfyrirlestur. „Archives: Evidence, Security & Civil Rights“. 3rd ICA Annual Conference, Reykjavík, 28.‒29. sept. 2015, http://www.ica2015.is/en/keynote-speakers.
„Icelandic support for Baltic independence. Myth, memory and reality.“ „Traditions, transitions, transfers.“ 11th Conference on Baltic Studies in Europe, Sept. 06‒10, Marburg, http://balticstudies2015.org/data/Session_7.pdf
„Icelandic support for Baltic independence. Myth, memory and reality.“ Transnational Currents in Modern Estonian History. The 14th Conference on Modern Estonian History, June 10–11, 2015, Tallinn, Rüütli 6, Institute of History of Tallinn University, http://www.tlu.ee/UserFiles/Ajaloo%20Instituut/EestiMoodsaAjalooKonv.2015.pdf
„Minningin um Einar Odd og þjóðarsáttina.“ Erindi á hádegisfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga, 24. feb. 2015, http://fvh.is/thjodarsattin-25-ara-satt-fortidar-sundrung-framtidar/.
„Er hægt að breyta stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands?“ Erindi á umræðufundi Stjórnarskrárfélagsins, Reykjavík, 18. feb. 205, https://www.facebook.com/events/1410391259261612/
„Nárottur og kinnhestar. Nokkur orð um umræðuhefð í íslenskum stjórnmálum að fornu og nýju“. Hádegisfundur Félags stjórnmálafræðinga, „Umræðuhefð í íslenskum stjórnmálum“, Háskóla Íslands, 4. des. 2014, http://stjornmalafraedingar.is/wp-content/uploads/2014/11/Umr%C3%A6%C3%B0uhef%C3%B0-%C3%AD-%C3%ADslenskum-stj%C3%B3rnm%C3%A1lum.pdf
“Good losers and bad winners. Cod War memories in Britain and Iceland”. University of Hull, 30 Nov. 2014, http://poetryandpoliticsproject.wordpress.com/2014/08/21/upcoming-cod-wars-event/
„Hrun háskólanna, hrun hagfræðinnar, hrun kenninganna.“ Þjóðarspegillinn, Háskóla Íslands, 31. okt. 2014, http://fel.hi.is/sites/fel.hi.is/files/spegillinn_dagskra_2014_vefur_lokaeintak_221014.pdf.
„Daddy, what did you do in the Cod War? Myths and gaps in memories about the Cod Wars in Iceland.“ Culture and Security: Small Northern States in an Age of Uncertainty. A transnational conference between the University of Hull and the University of Iceland, Reykjavík. Háskóla Íslands, 4. júlí 2014.
„Saga sögu hrunsins.“ Lykilfyrirlestur. Norðan við hrun, sunnan við siðbót: 8. ráðstefnan um íslenska þjóðfélagið, Háskólanum á Hólum, 15. maí 2104, http://www.holar.is/sites/holar.is/files/images/nordan_vid_hrun_-_dagskra_radstefnu.pdf.
„Þjóðrembur í valdastólum og trítilóðir spekingar. Hvers vegna er gjá milli söguskoðunar valdhafa og fræðasamfélagsins?“ Hugvísindaþing, 14. mars 2014, http://hugvis.hi.is/soguskodun_valdhafar_og_fraedasamfelag.
„Fighting the Cod Wars through Poetry and Song“. Perceptions of the Sea 2014. Málþing Sagnfræðistofnunar Háskóla Íslands, 16. jan. 2014, http://www.hi.is/vidburdir/hugmyndir_um_hafid_malthing_um_samskipti_milli_islands_og_hull.
„Hannes Hafstein og Davíð Oddsson.“ Bræðralög – samræða um fagurfræði íslenskrar stjórnmálabaráttu, Hannesarholti, 20. nóv. 2013, http://www.hannesarholt.is/vidburdur/braedralog-samraeda-um-fagurfraedi-islenskrar-stjornmalabarattu/.
„Dómur sögunnar. Bankahrunið og sagnfræðileg álitamál.“ Guð blessi Ísland – fimm árum síðar. Málþing Sagnfræðingafélags Íslands, Sögufélags og ReykjavíkurAkademíunnar., 5. okt. 2013, http://www.hi.is/vidburdir/gud_blessi_island_fimm_arum_sidar
„Iceland‘s ‘Pots and Pans Revolution’ of 2009: A lasting change or short-lived riots?“ Málþing við Department of Culture and Society, Aarhus University, „Efficiency versus legitimacy. The interaction of economic crisis, crisis management and democracy during the interwar years and today“, 7. júní 2013.
„Notkun og misnotkun sögunnar. Þorskastríðin, Icesave og ESB“. Ráðstefna um þjóðfélagsfræði, 3.‒4. maí 2013, [http://www.bifrost.is/islenska/rannsoknir-og-utgafa/radstefna-i-thjodfelagsfraedum-2013/].
„Stjórnarkreppan mikla. Hvers vegna munu stjórnarmyndunarviðræður ganga illa eftir alþingiskosningarnar í apríl 2013?“ Opinn fyrirlestur í Háskóla Íslands á vegum Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála, 19. apríl 2013, [http://stjornsyslustofnun.hi.is/node/544].
„„The Viking Spirit“ and Iceland’s Economic Collapse“. Origins in a Canadian and Icelandic context. The Eighth Partnership Conference of the University of Manitoba and the University of Iceland, 23.8.2012 [http://www.hi.is/vidburdir/attunda_samstarfsradstefna_manitobahaskola_og_haskola_islands].
„„The Viking Spirit“, the Uses of History, and Iceland’s Economic Collapse“. The Icelandic Meltdown. A Workshop on the Causes, Implications, and Consequences of the Collapse of the Icelandic Economy. University of Iowa, 14.8.2012 [http://www.uiowa.edu/~confinst/meltdown/]
„Síldarævintýri, þorskastríð, stjórnarmyndanir, efnahagshrun og fleira. Sjónarvottar segja sagnfræðingi sögur og hvaða gagn er í því?“ Málþing Miðstöðvar um munnlega sögu, 28.1.2012.
„Samhengi“. Erindi á málþingi Sagnfræðingafélags Íslands og ReykjavíkurAkademíunnar, „Íslensk vinstri róttækni: Hugsjónabarátta eða Landráð?“ 23.11.2011.
„Saga hrunsins á neti, bloggi og fésbók. Ný sýn eða truflandi suð?“ Skjaladagurinn, Þjóðskjalasafni Íslands, 12.11.2011.
„Public perceptions of the need for civil defence in Iceland during the early Cold War“. NORCENCOWAR-málstofa, Reykjavík, 24.9.2011.
„The Might of the Weak? Icelandic Support for Baltic Independence, 1990‒1991“. NORCENCOWAR-málþing, Tartu í Eistlandi 21.8.2011.
„Notkun og misnotkun sögunnar“. Afmælismálþing Sagnfræðingafélags Íslands, 1.10.2011.
„Tjaldað til einnar nætur á Þingvöllum 17. júní 1944. Hugleiðingar um bráðabirgðastjórnarskrána“. Fyrirlestur á aðalfundi Stjórnarskrárfélagsins, 20.3.2011.
„Ég vildi að í stjórnarskrá væri skýrt ákvæði um verksvið forseta Íslands“. Fyrirlestur á vegum lagadeildar HR, 1.12.2010.
„We now know – very little. Sources and research about internal security in Iceland during the Cold War”. NORCENCOWAR-vinnufundur, University of Turku, Finnlandi, 30.6.2010.
„Describing the Gold Rush from Afar. Foreign Observers and the Icelandic Economic Crisis“. Fyrirlestur á ráðstefnu félags- og mannvísindadeildar Háskóla Íslands, „After the Gold Rush“, 26.5.2010.
„„Þeir fólar sem frelsi vort svíkja“. Lög, ásakanir og dómar um landráð á Íslandi“. Fyrirlestur á vegum lagadeildar HR, 26.1.2010.
„Sagnfræðingar eru frá Mars, hagfræðingar frá Venus“. Erindi hjá BHM 28. okt. 2009.
„Þjóð í hruni. Hvað er fram undan, í ljósi sögunnar?“ Erindi hjá Félagi íslenskra stórkaupmanna, 25.8.2009.
„Hvað gerðist?“ Fyrirlestur á vegum Stofnunar um stjórnmál og stjórnsýslu, 9.6.2009.
„Forsetinn, álitsgjafarnir og ríkisstjórnin sem hvarf”, Fyrirlestur í Háskólanum í Reykjavík 4.2.2009.
„Saga hrunsins”, Fyrirlestur á málþingi ReykjavíkurAkademíunnar, „Ábyrgð, vald og þjóð”, 25.10.2008.
„„Með því að óttast má…“ Ástæður símhlerana í kalda stríðinu.” Sagnfræðingafélag Íslands, 30.9.2008.
„Byltingin á Bessastöðum. Breytingar á embætti forseta Íslands í valdatíð Ólafs Ragnars Grímssonar”, Fyrirlestur á vegum lagadeildar Háskólans í Reykjavík, 22.1.2008.
„The intelligence services and the left wing political movements. The case of Iceland“. Fyrirlestur á ráðstefnu Syddansk Universitet í Esbjerg, „Socialism in the Baltic Area – Sozialismus im Ostseeraum“, 14.-17.12.2007.
„Skiptum við máli? Ísland á alþjóðavettvangi.“ Fyrirlestur í fundaröð utanríkisráðuneytis og háskóla á Íslandi, „Ísland á alþjóðavettvangi – erindi og ávinningur“, 24.10.2007.
„Surveillance and registration in Iceland during the Cold War“. 26. norræna sagnfræðiþingið, 11.8.2007.
„Bliknar Njála? Stjórnarskiptin 2007 í sögulegu ljósi“. Fyrirlestur í Háskóla Íslands á vegum Félags stjórnmálafræðinga, 25.5.2007.
„Varnir gegn loftárásum og kjarnorkuárásum á Ísland í kalda stríðinu“. Fyrirlestur í Borgarskjalasafni Reykjavíkur á Safnanótt, 23.2.2007.
„Að vita meira og meira. Spurningar og svör á líðandi stundu um símhleranir og öryggi ríkisins í kalda stríðinu“. Málstofa við Háskólann á Bifröst, 20.2.2007.
„Phone tapping in Iceland during the cold war“. Fyrirlestur á ráðstefnu Syddansk Universitet í Óðinsvéum, „Fremtidens samtidshistorie“, 11.1.2007.
„Leitin að sannleik um símhleranir. Smásaga úr lífi sagnfræðings“. Fyrirlestur á Hugvísindaþingi, 4. nóvember 2006.
„Þorskastríðin þrjú“. Fyrirlestur á málstofu Hafréttarstofnunar Íslands í tilefni þess að 30 ár voru liðin frá lokum þorskastríðanna, 1.6.2006.
„Símahleranir og öryggi ríkisins í kalda stríðinu á Íslandi“. Fyrirlestur á 3. íslenska söguþinginu, 21.5.2006.
„Býsnaveturinn 25 árum síðar. Stjórnarmyndun Gunnars Thoroddsens og klofningurinn í Sjálfstæðisflokknum 1980“. Fyrirlestur á opnum umræðufundi Landssambands sjálfstæðiskvenna og Tíkarinnar, 14.12.2005.
„Independent People. Aspects of Iceland’s Foreign Policy in the 20th Century“. Fyrirlestur við Nankang University, Taipei, Tævan, 1.12.2005.
„Overview of Iceland’s Foreign Policy in the 20th Century”. Kynningarfundur fyrir utanríkisráðherra Tævans og sendinefnd, Háskóla Íslands, 1.7.2005.
„Norway, Iceland, and Fisheries Conflicts in the North Atlantic in the Twentieth Century”. Fyrirlestur í norska varnarmálaráðuneytinu, 6.5.2005.
„Stjórnarráðssagan frá sjónarhóli samtímasöguritunar”. Málþing um ritverkið Stjórnarráð Íslands 1964-2004 I-III. Þjóðminjasafni Íslands, Reykjavík, 1.2.2005.
„Stóra drápið. Atlaga Hannesar Hafstein og Dýrfirðinga að breska togaranum Royalist 1899”. Fyrirlestur í Húsinu á Eyrarbakka, 14.11.2004.
„Vald hinna veiku. Ísland og stórveldin í kalda stríðinu”. Fyrirlestraröð Sagnfræðingafélags Íslands, Hvað er vald? 19.10.2004. Birtur á vefritinu Kistan, www.kistan.is, 27.10.2004.
“Empire and Exploitation? Iceland between east and west during the cold war era”. In the Shadow of the Superpowers. Europe During the Cold War, 1945-1989. Ráðstefna í University of Hull, 24.-25.8.2004.
„Ópólitískur leiðtogi í pólitísku embætti. Hugmyndir Kristjáns Eldjárns um stöðu forseta Íslands í stjórnskipan landsins”. Erindi hjá Rotary-miðborg, 19.7.2004.
„Skipti sjálfstæðið máli? Landhelgismál Íslendinga og Færeyinga um miðja síðustu öld”. Erindi á Frændafundi V, ráðstefnu íslenskra og færeyskra fræðimanna, 20.6.2004.
„Á sextugsafmæli lýðveldisins”. Þátttaka í umræðuþætti á Rás eitt í Ríkisútvarpinu, 17.6.2004.
„„Að gera ekki illt verra.” Hugmyndir Kristjáns Eldjárns um pólitískt hlutverk forseta Íslands”. Erindi á málþingi Sagnfræðingafélags Íslands og Félags stjórnmálafræðinga, „Forsetinn og stjórnmálin að fornu og nýju”, 9.6.2004.
„The Cod Wars”. Erindi á fundi fyrir útlendinga, búsetta á Íslandi, í Alþjóðahúsinu, Reykjavík, 16.4.2004.
„„Það vinnur aldrei neinn sitt dauðastríð”. Barátta Breta fyrir þröngri landhelgi, 1948-64. Erindi á vegum Sögufélags og Sagnfræðingafélags Íslands, 20.11.2003.
„Í óþökk. Ævisögur gegn vilja söguhetjunnar eða ættingja hennar”. Hugvísindaþing Háskóla Íslands, 30.10.-1.11.2003.
„Gunboats fight frigates. Naval forces in the Anglo-Icelandic cod wars, 1958-76”. The 7th North Atlantic Fishing History Association Conference, „Fish, War and Politics, 1300-2003”, Amsterdam og Middelburg, Hollandi, 30.9.-4.10.2003.
„Fischereistreitigkeiten im Nord-Atlaschen Raum, 1948-76: Ein Überblick”. Framsaga hjá námshópi um fiskveiðisögu Norðursjávar, háskólanum í Bremen, 6.11.2002.
„Et fælles konflikt? Kampen om fiskerigrænser i Nord-Atlanten”. Workshop. Samarbejde omkring dolumentation og historieskrivning af de vestnordiske landes fælleshistorie. Ilulissat, Grænlandi, 20.-24.9.2002.
„Did He Matter? The Colourful Andrew Gilchrist and the First Cod War”. German-Icelandic Fisheries, Aspects of the Development. Goethe-Zentrum, Reykjavík, 14.9.2002.
„Tíu spurningar. Hugleiðingar um þorskastríðin”. 2. íslenska söguþingið, 31.5.2002.
„„We don’t deal with the Brits, we beat them”. The Anglo-Icelandic Cod Wars, 1952-1976”. Ráðstefna á vegum North European History Research Network (NEHRN), Háskólanum á Akureyri, 23.5.2002.
„Iceland After the Second World War. Main Currents in Internal Politics and International Relations”. Department of Scandinavian Studies, University College, London, 16.11.2001.
„„Við semjum ekki við Breta, við sigrum þá”. Fiskveiðideilur Íslands og Bretlands, 1952-1976”. Vettvangur/Kollokvium, Kaupmannahafnarháskóla, 26.9.2001.
“The Formation of Foreign Policy in Hull and Grimsby? Decision-Making in Britain during the Anglo-Icelandic Fishing Disputes, 1948-61”. The 6th North Atlantic Fishing History Association Conference, Qaqortoq, Grænlandi, 12.-17.9. 2001.
„Cod War and Cold War: American Attitudes to the Anglo-Icelandic Fishing Disputes, 1948-61”. 70th Anglo-American Conference of Historians – The Sea. Institute of Historical Research, London, 4.-6.7.2001.
„Small nations and the European community. The Icelandic experience”. Welsh Centre for International Affairs, Cardiff, 26.4.2001.
„„We don’t deal with the Brits, we beat them”. The Anglo-Icelandic Cod Wars, 1952-1976”. The Faculty Student Enrichment Lecture Series, US Naval War College, Rhode Island, Bandaríkjunum, 7.2.2001.
„A case study on power and force in asymmetrical relations: The Anglo-Icelandic fishery disputes, 1952-1976”. Eighth New Researchers in Maritime History Conference, University of Greenwich, London, 10.-11.3.2000.
Erindi á málstofu á vegum endurmenntunarnefndar Háskólans á Akureyri, „Endurheimt sjálfstæðis. Saga og menning Eystrasaltslandanna”, 24.9.1998.
„Icelandic Support for Baltic Independence, 1990-91”. The AABS (Association for the Advancement of Baltic Studies) Conference, Bloomington, Indiana, Bandaríkjunum, 17.-19.6.1998.
Framsaga á ráðstefnu DUPI, Dansk udenrigspolitisk institut, „Norden og Baltikum”, Nýborg í Danmörku, 22.6.1998.
Framsaga um umfjöllun íslenskra fjölmiðla um fall járntjaldsins, á ráðstefnu Félags sagnfræðinema við Háskóla Íslands, „Ísland og Austurblokkin”, 21.11.1997.
„Samskipti Íslands og Ljósulanda”. Erindi á félagsfundi í Latvija, vináttufélagi Íslands og Lettlands, 18.11.1997.
Erindi um sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltslandanna, á vegum Félags sagnfræðinema við Háskóla Íslands, í tengslum við Nordsaga-ráðstefnuna í Reykjavík, 9.10.1997.
Framsaga um nýju upplýsingalögin, á fundi á vegum Blaðamannafélags Íslands, Félags um skjalastjórn og Sagnfræðingafélags Íslands, Þjóðskjalasafni Íslands, 13.11.1996.
„Söguleg endalok síldareinkasölunnar 1931”. Erindi á aðalfundi Sögufélags, 27.6.1995.
Blaða- og tímaritsgreinar
„Sjálfstæðir Íslendingar: Lýðveldið á tímamótum“, Fréttablaðið 14. júní 2014, http://www.visir.is/sjalfstaedir-islendingar–lydveldid-a-timamotum/article/2014706149945
„Finding America, Losing Iceland“, Atlantica / Iceland Review, ágúst sept 2013, 76−78.
„Baráttan um söguna“, Fréttablaðið 22. júní 2013 [http://www.visir.is/barattan-um-soguna/article/2013706229997].
„More Truthful History, Please“, Atlantica / Iceland Review, maí-júní 2013, 50−52.
„Málskot, útrás, hrun og ótti“, Fréttablaðið 23. júní 2012.
„Getur kona verið forseti?“ Fréttablaðið 16. júní 2012.
„Farsælasti forsetinn“. Fréttablaðið 9. júní 2012.
„Satt og ósatt um þingrof“, Fréttablaðið 5. júní 2012.
„Forseti fólksins eða flokkanna?“ Fréttablaðið 2. júní 2012.
„Tákn sameiningar og valda“, Fréttablaðið 26. maí 2012.
„Ásgeir, Vigdís og Kristján gátu þetta“, Fréttablaðið 1.3.2012.
„Gjá milli forseta og stjórnar“, DV 16.‒18.9.2011.
„Ísbrjóturinn. Ísland og sjálfstæðisbarátta Eystrasaltslandanna“, Sagan öll, 8, 2011.
„Úti í móa“, Fréttablaðið 5.7.2011.
„Aumingjar eða glæpamenn“ (viðtal), Fiskifréttir 1.6.2011.
„Goðsagnir þorskastríðanna“, Fréttablaðið 16.2.2011.
„Hvenær þjóðstjórn?“ Fréttablaðið 5.11.2010.
„Engin ríkisábyrgð?“ Fréttablaðið 10.3.2010.
„Múrinn og ég“, www.pressan.is 9.11.2009.
„Hrun hagfræðinnar?“ Viðskiptablaðið 1.10.2009.
„Icesave og sagan“, Fréttablaðið 12.8.2009.
„Bara góða sögu takk“ Lesbók Morgunblaðsins 14.3. 2009.
„Nýtt flokkakerfi á Nýja Íslandi?“ Viðskiptablaðið 19.12. 2008.
„Við og þeir“. Viðskiptablaðið, 7.11.2008.
Lesendabréf um Roy Hattersley og þorskastríðin, Guardian, 14.10.2008.
„Vinaþjóðir? Samskipti Íslands og Bretlands fyrr og nú“. Morgunblaðið, 12.10.2008.
„Íhaldið og Evrópa“. Viðskiptablaðið, 2.9.2008.
„„Við semjum ekki við Breta, við sigrum þá!“ Stríðið um miðin. Hálf öld frá útfærslu landhelginnar í 12 mílur. Sérblað með Morgunblaðinu , 4.9.2008.
„Við unnum!“ Viðskiptablaðið, 2.9.2008.
„Varnarmálamyndastofnun?“ 24 stundir, 2.6.2008.
„Sjálfstæði og velmegun“. Viðskiptablaðið, 20.5.2008.
„Ímyndir þá og nú“. Viðskiptablaðið, 22.4.2008.
„Engin Íslandsgata í Pristína“. Viðskiptablaðið, 19.2.2008.
„Höfum við eitthvað að segja?“ Viðskiptablaðið, 22.1.2008.
„Byltingin á Bessastöðum“. Viðskiptablaðið, 11.12.2007.
„Ríki betlarinn“. Viðskiptablaðið, 13.11.2007.
„Uppljóstrarinn fundinn“. Sagan öll, nr. 7, ágúst 2007.
„Sólarhringurinn eftir kosningarnar 12. maí“. Mannlíf, nr. 7, 2007, bls. 16-20.
„Ólafur Ragnar í eldlínunni“. Mannlíf, nr. 6, 2007, bls. 38-42.
„Sögulegar sættir um síðir?“ Morgunblaðið, 14.4.2007.
„Óþekkti uppljóstrarinn“. Sagan öll, nr. 1, 2007, bls. 48-52.
„Rússarnir koma“, Morgunblaðið, 16.1.2007.
„Veit einhver allt?“ Morgunblaðið, 28.10.2006.
„Íslandssaga fyrir Ronald Reagan“, Fréttablaðið, 11.10.2006.
„Þegar Hreggviður Jónsson breytti Íslandssögunni“, Morgunblaðið, 4.7.2006.
„Þorskastríð á þurru landi“, Morgunblaðið, 19.6.2006.
„Sjálfstæðisbarátta til sjávar“, Átökin um auðlindina (sérblað með Morgunblaðinu), 31.5.2006.
„Völundarhús fortíðarinnar“. Morgunblaðið, 6.12.2005.
„Þingið ræður”. Fréttablaðið, 7.10.2005.
„Tævan í samfélagi þjóðanna”. Fréttabréf Háskóla Íslands, 26. árg., 2. tbl., nóvember 2004, bls. 12.
„„Veiðiaðferð sem eyðir fiskinum og spillir viðkomunni””. Fiskifréttir, 19.11.2004.
[Landhelgismál], Vísindavefur Háskóla Íslands, 1.11.2004.„Hvað er vald?” Lesbók Morgunblaðsins, 18.9.2004.
„Okkar bestu óvinir”. Morgunblaðið, 7.3.2004.
„„Það vinnur aldrei neinn sitt dauðastríð”. Barátta Breta fyrir þröngri landhelgi, 1948-64”. Fiskifréttir, desember 2003.
„Hvað er (um)heimur?” (viðtal) Morgunblaðið, 1.9.2003.
„Sá hlær best sem síðast hlær?” DV, 11.6.2003.
„Þorskastríð og hvernig á að vinna þau”. Morgunblaðið, 30.3.2003.
„Mikilvægur dagur í útvegssögunni”. Morgunblaðið, 19.3.2002.
„Kári í jötunmóð”. Morgunblaðið, 29.2.2000.
„Anastasía. Örlögin og ævintýrið”. Morgunblaðið, 19.4.1998.
„Siðferði og sérhagsmunir í utanríkisstefnu Íslands”. Morgunblaðið, 15.10.1997.
„Slagorð og fjárans foringjamyndir”. Morgunblaðið, 2.11.1997.
„Bjargvættur frá Íslandi”. Alþýðublaðið, 2.7.1997.
„Misskilningur Ellemanns-Jensens”. Morgunblaðið, 6.3.1997.
„„Ómetanlegur skóli í verktækni””. Verktækni, 2. tbl., 9. árg., 1992.
„Stökk hann eða var honum hrint? ”. Þjóðlíf, 7. tbl., 7. árg., 1991.
„„Ég held að engin lausn sé til””. Þjóðlíf, 2. tbl., 7. árg., 1991.
„Bræður munu berjast”. Þjóðlíf, 10. tbl., 6. árg., 1990.
„Örlögin hafa gert okkur að andstæðingum”. Þjóðlíf, 9. tbl., 6. árg., 1990.
„Harmleikurinn í Kína”. Þjóðlíf, 6.-7. tbl., 6. árg., júní-júlí 1990.
Auk þess fjölmargir fréttaþættir og viðtöl um sögu og samtíð í Ríkisútvarpinu
Ritdómar
„Fnykurinn af endurreisninni“, Spássían 12. sept. 2013, http://www.spassian.is/greinar/2013/09/fnykurinn-af-endurreisninni/
Helgi Áss Grétarsson, Réttarsaga fiskveiða frá landnámi til 1990 (Reykjavík: Lagastofnun Háskóla Íslands, 2008). Saga XLVI, 2, 2006, bls. 240-243.
Guðmundur Magnússon, Thorsararnir. Auður – völd – örlög (Reykjavík: Almenna bókafélagið, 2006). Saga XLIV, 2, 2006, bls. 243-246.
„Verkin tala. Stjórnarráðssagan frá sjónarhóli samtímasöguritunar“ (ritdómur um: Stjórnarráð Íslands 1964-2004 I-III, Reykjavík, 2004), Saga XLIII, 2, 2005, bls. 147-150.
Arnþór Gunnarsson og Kristinn Benediktsson, Fiskisagan flýgur (Reykjavík: Skrudda, 2005), Fréttablaðið, 21.9.2005.
Jón Þ. Þór, Sjósókn og sjávarfang. Saga sjávarútvegs á Íslandi I. Árabáta- og skútuöld (Akureyri: Hólar, 2002), Scandinavian Economic History Review, 51. árg. nr. 2, 2003.
Valur Ingimundarson, Uppgjör við umheiminn. Samskipti Íslands, Bandaríkjanna og NATO 1960-1974 (Reykjavík: Vaka-Helgafell, 2001), Saga, 40. árg. 2002, 283-287.
„„Þjóðníðingurinn” Landsbergis”, Lesbók Morgunblaðsins, 4.11.2000. Ritdómur um sjálfsævisögu Vytautas Landsbergis, Lithuania Independent Again (Cardiff: University of Wales Press, 2000). Anthony Packer og Eimutis Sova staðfærðu og þýddu úr litháísku á ensku.
Auður Styrkársdóttir, Barátta um vald. Konur í bæjarstjórn Reykjavíkur 1908-1922 (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 1994). Saga, 35. árg. 1997, 271-275.
Jón Ormur Halldórsson, Átakasvæði í heiminum (Reykjavík: Mál og menning, 1994). Saga, 33. árg. 1995, 263-269.
Kynningar
„Þorskastríðin. Fiskveiðideilur Íslendinga við erlendar þjóðir, 1948-76”. Vísindavaka RANNÍS, Listasafni Reykjavíkur, 23.9.2005.
Helstu námsritgerðir
„Troubled Waters. Cod War, Fishing Disputes, and Britain’s Fight for the Freedom of the High Seas, 1948-64”. Ritgerð til doktorsprófs í sögu við Queen Mary, University of London, 2003.
„The origins of the first „cod war” between Iceland and Britain, 1958”. Ritgerð til MSt prófs í sögu við University of Oxford, 1999.
„Stuðningur Íslands við sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltslandanna, 1990-91”. MA ritgerð í sögu við Háskóla Íslands, 1997.
„Nordic support for Baltic independence, 1990-91”. Tíu eininga námsritgerð á MA stigi við Háskóla Íslands, 1997.
„The oasis engulfed: British perceptions of Czechoslovak politics, 1946-1948”. Meginritgerð til BA prófs í sögu og stjórnmálafræði við University of Warwick, Englandi, 1991.
Styrkir, verðlaun og viðurkenningar
2011: Starfslaun úr launasjóði rithöfunda.
2010: Verðlaun íslenskra bóksala fyrir bestu ævisögu ársins
2010: Bókin Gunnar Thoroddsen tilnefnd til viðurkenningar Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna
2010: Bókin Gunnar Thoroddsen tilnefn til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.
2009: Útgáfustyrkur úr Gjöf Jóns Sigurðssonar, forsætisráðuneyti.
2008: Tveggja ára rannsóknastyrkur RANNÍS til rannsókna á ógnum við innra öryggi á Íslandi í kalda stríðinu.
2007: Bókin Óvinir ríkisins tilnefnd til viðurkenningar Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna.
2006: Bókin Óvinir ríkisins tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.
2005: Bókin Völundarhús valdsins tilnefnd til viðurkenningar Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna.
2004: Útgáfustyrkur úr Gjöf Jóns Sigurðssonar, forsætisráðuneyti.
2003: Rannsóknastyrkur frá Gerald R. Ford Institute, Ann Arbor, Michigan, Bandaríkjnum.
2002: Julian Corbett Prize in Modern Naval History, Institute of Historical Research, London.
2002: Styrkur frá DAAD, Deutsch Akademischer Austauschdienst, til sagnfræðirannsókna á skjalasöfnum í Þýskalandi.
2001: Ferðastyrkur frá Letterstedtska sjóðnum.
2000-01: Rannsóknastyrkir úr Central Research Fund, University of London.
2000: Verðlaunastyrkur úr Sagnfræðisjóði dr. Björns Þorsteinssonar.
1999-2002: Westfield Scholarship. Þriggja ára styrkur til doktorsnáms í sögu við Queen Mary, University of London.
1999: Rannsóknastyrkur frá ríkisstjórn Íslands vegna hálfrar aldar afmælis Atlantshafs-bandalagsins.
1998-99: The British Chevening Scholarship. Eins árs styrkur til háskólanáms í Englandi.
1997: Verðlaunastyrkur úr Minningarsjóði dr.phil. Jóns Jóhannessonar prófessors.
1997: Verkefnastyrkur Félagsstofnunar stúdenta, fyrir besta lokaverkefni við Háskóla Íslands.
1996: Námsstyrkur Námsmannalínu Búnaðarbankans.
1995-96: Framfærslu- og ferðastyrkur frá Rannsóknanámssjóði Háskóla Íslands. Ferðastyrkir frá Atlantshafsbandalaginu og Norrænu ráðherranefndinni.
1995: Verðlaun í ritgerðarsamkeppni Sagnfræðingafélags Íslands, Sagnfræðistofnunar Háskóla Íslands og Sögufélagsins vegna hálfrar aldar lýðveldisafmælisins.
Stjórnunarstörf
Frá 2012: Í stjórn Reykjavíkurakademíunnar, sjálfseignarstofnunar.
2012: Í undirbúningsnefnd fjórða íslenska söguþingsins.
Frá 2011: Forseti Sögufélags.
Frá 2010: Í stjórn rannsóknarnámssjóðs, Rannsóknamiðstöð Íslands.
Frá 2009: Í stjórn NAFHA, North Atlantic Fisheries History Association.
2008-2011: Í stjórn launasjóðs fræðarithöfunda.
2007-2009: Í úthlutunarnefnd starfslauna hjá Hagþenki.
2007: Einn aðalskipuleggjenda níundu landsbyggðarráðstefnu Sagnfræðingafélags Íslands, Félags þjóðfræðinga á Íslandi og heimamanna að Leirubakka í Landsveit, 1.-3.6.2007.
2006: Í undirbúningsnefnd þriðja íslenska söguþingsins.
2006: Einn aðalskipuleggjenda áttundu landsbyggðarráðstefnu Sagnfræðingafélags Íslands, Félags þjóðfræðinga á Íslandi og heimamanna í Reykjanesbæ, 4.3.2006.
2005: Einn aðalskipuleggjenda sjöundu landsbyggðarráðstefnu Sagnfræðingafélags Íslands, Félags þjóðfræðinga á Íslandi og Minjasafns Austurlands, Eiðum, 3.-5.6.2005.
2004-2007: Formaður Sagnfræðingafélags Íslands.
2000-2002: Fulltrúi doktorsnema í námsnefnd sagnfræðideildar Queen Mary, University of London.
1997-1998: Gjaldkeri í stjórn Sagnfræðingafélags Íslands.
Félagi í Sögufélagi, Sagnfræðingafélagi Íslands, ReykjavíkurAkademíunni, North Atlantic Fishing History Association, Society for Nautical Research og Institute for Contemporary British History.
Umsagnaraðili vegna styrksumsókna hjá Háskóla Íslands, Hagþenki og Rannsóknamiðstöð Íslands, RANNÍS.
Prófdómari við Háskóla Íslands. Seta í nefndum og ráðum á vegum þess skóla og Háskólans í Reykjavík.
.