MOROCCANOIL byrjaði sem ein vara en hefur þróast í einstakt vörumerki sem dásamað er af stjörnum, fyrirsætum, stílistum, tískuritstjórum og konum um allan heim. Vörulínan inniheldur einfalda en árangursríkar lausnir fyrir hár og hársvörð.
„MOROCCANOIL hárvörurnar hafa umbylt hárvöruiðnaðinum síðustu ár og hafa vakið heimsathygli á argan-olíunni,“ segir Fríða Rut Heimisdóttir hjá Regalo sem er umboðsaðili MOROCCANOIL á Íslandi.
„Varan, sem er einstök olíurík og nærandi blanda, gerir hárið mýkra og gefur því aukinn glans,“ segir Fríða en með tilkomu MOROCCANOIL hefur svokölluð arganolía orðið að tískufyrirbæri.
Fríða bendir á að fáir viti að MOROCCANOIL er í raun stórt og mikið hárvörumerki sem skarti öllu því helsta sem hárið þurfi á að halda. „Það er ekkert til sem heitir Moroccan-olía heldur er MOROCCANOIL vörumerki en olían kallast arganolía og á uppruna sinn í Marokkó,“ útskýrir Fríða.
Skemmtileg saga er að baki vörumerkisins. „Eigandinn, Carmen Tal, var á ferðalagi í Ísrael þegar hár hennar fór illa í efnameðhöndlun og var á mörkum þess að skemmast. Vinur hennar fór með hana á litla hárgreiðslustofu sem hann sagði bjóða upp á undravöru. Carmen var efins en ákvað að prófa vöru sem blönduð var arganolíu frá Marokkó. Hún trúði vart áhrifunum á hárið. Hún keypti í kjölfarið allan lagerinn og fór með hann til Bandaríkjanna,“ lýsir Fríða en í framhaldinu setti Tal saman hönnunarhóp sem prófaði olíuna og þróaði síðan fyrstu vörurnar undir nafninu MOROCCANOIL. Ekki grunaði hana að þarna væri komið merki sem myndi umbylta háriðnaðinum og hrinda af stað argan-olíu æði.
MOROCCANOIL hárvörurnar eru margvíslegar og línan inniheldur einfalda og árangursríka lausn á hvaða hárvandamáli sem er að sögn Fríðu. MOROCCANOIL-olíurnar eru hins vegar tvær. „Eini munurinn á þeim er að LIGHT olían hentar fíngerðu og aflituðu hári betur,“ útskýrir Fríða og bætir við að vörurnar geri hárið ekki aðeins náttúrulega mjúkt heldur bæti ástand þess við hverja notkun.
MOROCCANOIL vörurnar hafa unnið til 42 verðlauna í hárgeiranum um heim allan og þar af er sjálf Moroccanoil Treatment olían með 17 verðlaun.
„Merkið hefur einnig verið áberandi á tískuvikum um allan heim og nú í ár er fagteymi á vegum Moroccanoil hárvörumerkisins á leiðinni hingað til lands til að vinna með flottum íslenskum fagmönnum sem sjá um hárið á Reykjavík Fashion Festival nú í mars,“ upplýsir Fríða okkur um.
Línan fæst á öllum hágæða hárgreiðslustofum og einkennist af blágrænum, appelsínugulum og bláum litum innblásnum af litum miðjarðarhafsins.