Hér í þessu myndbandi eru birtar skriflegar athugasemdir óánægðra viðskiptavina sem birtust á áströlsku Facebooksíðu Dóminós. Þegar þetta er sett í samhengi við vandamál flóttamanna í heiminum verður gremja viðskiptavina hláleg.
Þeir sem vilja styrkja flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna geta gert það hér.
Við skoðuðum íslensku Facebook síðu Dóminós og komumst að því að yfirleitt eru viðskiptavinir hæstánægðir með þjónustuna og vöruna en auðvitað leyndust nokkrir miður glaðir inn á milli. Hér birtum við nokkrar kostulegar athugasemdir íslenskra viðskiptavina.
Ok! Þið verðið að halda starfsmannafund eða eitthvað og banna starfsfólkinu ykkar að spyrja: „Viltu fá afganginn?“ þegar við borgum!
Voru þið ekki þekktir fyrir að senda allstaðar, afhverju sendið þið ekki á Eyrarbakka/Stokkseyri? …. en samt sendið þið á Álftanes (svipaðar veglengdir)… Grautfúlt að vakna þunn eða hálf full og þurfa að fara út að keyra til að sækja pizzu Kv. Ein vön bæjarlífinu.
Hvenær ætliði að henda inn næringargildinu á pönnubotnunum í næringartöfluna ? Eða eigum við bara að gera ráð fyrir að þeir séu slæmir fyrir okkur og ekki hugsa útí hvað þeir fita okkur mikið ?