Heilbrigðisráðherra Kristján Þór Júlíusson bregður hér á leik með 4. árs læknanemum í árshátíðarmyndbandi læknanema 2014. Gert er óspart grín að ástandinu innan ríkisspítalanna, og sú framtíðarsýn sem í myndbandinu er sýnd er heldur uggvænleg. Það er ekki skrýtið að læknanemar kvíði framtíðinni þótt þeir reyni vissulega að sjá spaugilegu hliðarnar á málunum.