Í nýju TM-auglýsingunni er ýmislegt dregið fram sem getur komið upp á í lífinu. „Ef ég kaupi fúinn hjall,“ er eitt af því. Við leysum kannski ekki úr öllum málum en það er ýmislegt hægt að gera til að forða því að við kaupum „fúinn hjall“ eða fasteign sem reynist í slæmu ástandi.
Ein í starfsliðinu réði syni sínum heilt nýlega.
„Mamma, það væri gott ef við gætum hist, ég þarf aðeins að tala við þig,“ sagði sonur minn við mig í síma síðastliðið sumar. Hann var fluttur að heiman og þar sem hann var ekkert sérstaklega duglegur að hafa samband að fyrra bragði varð ég eitt spurningamerki. Við hittumst svo einn eftirmiðdaginn á kaffihúsi og hann tilkynnti mér að hann og kærastan hans ættu von á barni. Þetta voru auðvitað mjög gleðileg tíðindi og ég hélt hamingjusöm heim eftir þennan góða fund við soninn.
Nú eru liðnir átta mánuðir og margt hefur gerst í lífi unga parsins. Litla krílið er komið í heiminn og þau hafa keypt sína fyrstu íbúð. Þetta eru stór skref í lífi fólks, ef ekki stærstu skrefin, og við foreldrarnir leiðbeindum þeim við íbúðarkaupin (og auðvitað umönnun barnsins líka!).
Eftirfarandi er gott að hafa í huga áður en lagt er af stað:
• Meta þarf hvaða verð fólk ræður við með tilliti til afborgana. Þegar það liggur fyrir er hægt að hefjast handa og skoða eignir á réttu verðbili.
• Taka þarf með í reikninginn annan kostnað sem standa þarf undir svo sem fasteignagjöld, hússjóð/viðhaldskostnað, tryggingar, rafmagn, hita o.s.frv.
• Ekki dugar að skoða bara íbúðina sem er til sölu; skoða þarf húsið í heild og meta ástand þess. Fá þarf upplýsingar um hvort framkvæmdir (smáar og stórar) eru fyrirhugaðar en ef svo er á seljandinn að bera kostnaðinn. Sé ekkert ákveðið þurfa kaupendur að vera meðvitaðir um í hvaða framkvæmdir þarf hugsanlega að ráðast á næstunni.
• Skoða þarf lánamarkaðinn vel. Í boði eru verðtryggð og óverðtryggð lán og meta þarf hvaða lán eða lánasamsetning og lánstími henta. Þar ræður greiðslugetan.
• Reikna þarf með kostnaði vegna framkvæmda sem þarf að ráðast í áður en flutt er inn. Málning er ekki gefins og penslar, rúllur og slíkt kosta sitt. Það getur verið nokkuð kostnaðarsamt að mála eina íbúð og því best að fá sem mest að láni ef hægt er. Flutningurinn kostar líka, það þarf líklega að leigja sendibíl undir stærstu húsgögnin, en aðstoð vina og vandamanna er ómetanleg.
• Óvæntir atburðir, s.s. ef lagnir bila, geta sett allar áætlanir úr skorðum. Tryggingar eru því mikilvægur þáttur, ekki síst ef fólk er ungt og þarf að velta hverri krónu fyrir sér.
Nauðsynlegar tryggingar fyrir fasteignaeigendur eru:
a. Brunatrygging – lögbundin trygging sem bætir tjón á húsnæði vegna eldsvoða.
b. Fasteignatrygging – bætir tjón sem verður á fasteigninni sjálfri, svo sem gólfefnum, hurðum og innréttingum, til dæmis af völdum vatns, óveðurs og innbrota.
c. Innbústrygging – alhliða vernd vegna innbús heimilis. Innbú þeirra sem eru að byrja að búa í fyrsta skipti er oft á tíðum verðmætara en fólk gerir sér grein fyrir.
Því miður bætir engin trygging tjónið ef þú reynist hafa keypt „fúinn hjall“. Þú getur hins vegar komið í veg fyrir að það gerist með því að skoða fasteign vel áður en þú gerir kauptilboð. Allra best er að fá fagmenn í lið með sér við skoðunina (s.s. smiði, pípara, byggingafræðinga). Komi eitthvað í ljós skaltu setja fyrirvara í kauptilboðið. Mundu að kauptilboð er bindandi.
Af litlu fjölskyldunni er annars allt gott að frétta. Sonarsonurinn vex og dafnar og þeim líður vel í eigin íbúð. Þau eru búin að tryggja fasteign og innbú hjá TM en fleira getur haft áhrif á fjárhag fólks. Heilsan getur bilað eða slys orðið. Ungt fólk með skamman starfsaldur og takmörkuð réttindi í sjúkrasjóðum þarf því að huga að tryggingum á borð við líf- og sjúkdómatryggingar. Við ætlum að fara yfir þau mál alveg á næstunni.
Brot úr sögunni
Við höfum gaman af að fletta gömlum dagblöðum og sjá hvernig tímarnir hafa breyst. Í fyrstu blaðaauglýsingunni sem TM birti, árið 1957, var þérað eins og þá var til siðs. Í henni sagði:
„Leitið upplýsinga hjá oss um vátryggingaþörf yðar, skilmála vora og kjör áður en þér tryggið annars staðar.“
Þéringar tóku að hverfa úr málinu upp úr 1970, sumum til ama en öðrum til ánægju.
Bestu kveðjur, Starfsfólk TM
Kostuð umfjöllun