Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Flíkur sem vaxa með barninu

$
0
0

Barnafatafyrirtækið  As We Grow var stofnað 2012 af þeim Grétu Hlöðversdóttur framkvæmdastjóra og hönnuðunum Guðrúnu Rögnu Sigurjónsdóttur og Maríu Th. Ólafsdóttur. Vörur As We Grow eru nú seldar í átta löndum auk Íslands.

Í tilefni af Hönnunarmars sýna As We Grow nýja fatalínu í versluninni Kraum í Aðalstræti 10. Opnunin er í dag, miðvikudaginn 26. mars kl. 20.00.

CF123007

Í nýju fatalínunni sem nefnist “Nýjar sögur” voru gamlar ljósmyndir og barnabækur frá áttunda áratugnum innblástur hönnuðanna.

CF122243

Upphaflega hugmyndin að fyrirtækinu As We Grow varð til út frá peysu sem ferðaðist á milli margra barna í 9 ár, varð uppáhaldsflík þeirra allra og er enn í notkun. Hönnun As We Grow hefur skírskotun í nýtingu fyrri kynslóða þar sem horft er til þess að fatnaður sem endist lengi fái áhugaverða sögu og verði verðmætari.

_MG_7601

Sniðin eru miðuð við að hver flík geti vaxið með barninu og þannig fylgt því í nokkur ár. Með því að nota fatnaðinn margsinnis og í langan tíma er umhverfinu sýnd virðing um leið og verið er að skapa tilfinningalegt gildi hverrar flíkur.

CF122615

 

Fatnaðurinn er framleiddur úr alpaca ull sem hefur þá eiginleika að vera silkimjúk en um leið heldur hún góðum og stöðugum hita. Þess vegna hentar ullin vel fyrir barnafatnað.

 

Ljósmyndir eru höfundaverk Vigfúsar Birgissonar.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283