Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Jólaarinn fyrir iPaddinn

$
0
0

Á glansmyndum sér maður fjölskylduna sitja saman og klippa jólahjörtu, stússa í bakstri og saumaskap. Húsfaðirinn dundar við jólaseríurnar og í bakgrunni flöktir þessi líka flotti arineldur, sem breiðir yl og einhverskonar rómantískt andrúmsloft yfir heildarmyndina. Og hvern langar ekki að hoppa inní svona myndaramma á aðventunni?

Það eru ekki allir svo heppnir að eiga hús með arni. En meira en helmingur Íslendinga á iPad og getur þessvegna búið sér til rafræna útgáfu af glansmyndinni. Með því að hlaða niður „HD arin appinu“ er hægt að velja um mismunandi eldglæður í rafræna arinstæðinu, kertaljósafíling og jafnvel bæta við undirspili til að fullkomna stemninguna. Svo er hægt að stilla iPaddinum í miðjan hópinn og pústa í jólafílinginn og allt verður meira en fullkomið.
Allavega má prófa dýrðina með því að hlaða appinu niður hér:
https://itunes.apple.com/us/app/fire-hd/id383439282?mt=8&ign-mpt=uo%3D2

Ef maður á ekki iPad en tölvu sem virkar og er tengd við hátalara, er hægt að smella sér á youtube og spila klukkutíma af arineldi og jólatónlist hér:
http://youtu.be/qL56qqwlsRc

Rafærnu lausnirnar á eldstæðinu eru kannski ekki jafn glæsilegar og yfirþyrmandi og gamaldags arinn, en hugsið ykkur hvað maður sparar mikið í eldivið :)


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283