Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Það söfnuðust 60.386.000 krónur fyrir Stígamót!

$
0
0

Þakkir frá Stígamótum

Það söfnuðust 60.386.000 krónur

Þann 18. nóvember sl. létum við á það reyna hvort almenningur, fyrirtæki og stofnanir vildu leggjast á eitt með okkur við að bæta og auka þjónustu Stígamóta. Margir tóku við sér og það söfnuðust 60.386.000 krónur. Hver króna fer í að bæta þjónustuna og við erum þegar farin að undirbúa þau brýnu verkefni sem ráðist verður í.

Fjöldi fólks kom að átakinu. Listafólk gaf vinnu sína og Stígamótafólk deildi sögunum sínum. Sjálfboðaliðar mönnuðu símaverið. Auglýsingastofan Pipar vann þrekvirki og samstarfið við starfsfólk 365 miðla gekk mjög vel.

Bindi og sokkapar frá forseta Íslands voru seld á uppboði. Dregnir voru út ferðavinningar og fleiri vinningar og eru vinningshafar listaðir upp á heimasíðu Stígamóta www.stigamot.is og á Facebook síðunni okkar.
Í tengslum við söfnunina átti sér stað mikil vitundarvakning og fjöldi þeirra sem hafa leitað sér hjálpar síðustu vikur er mun meiri en í meðal árferði.

Við erum hrærð og óendanlega þakklát fyrir stuðning ykkar sem gerir okkur kleift að ná til fleiri hópa, þjónusta fleiri staði og auka fræðslu og vitundarvakningu.

Takk fyrir stuðninginn
Starfsfólk Stígamóta


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283