Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

„Við lýsum stuðningi við aðgerðir kennara í kjarabaráttunni“

$
0
0

Yfirlýsing frá foreldrafélögum í Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla,

Við foreldrar grunnskólabarna í Laugarnes- og Laugalækjarskóla höfum þungar áhyggjur af stöðu menntunar grunnskólabarna ef ekki verður fundin framtíðarlausn á kjörum grunnskólakennara á Íslandi. Skólakerfið er sameign okkar allra og öflugt menntakerfi er forsenda framfara og nýsköpunar. Stöndum vörð um skólastarf og menntun barna okkar.

Við lýsum stuðningi við aðgerðir kennara í kjarabaráttunni og skorum á samninganefnd sveitafélaganna og borgaryfirvöld að sýni dug og kjark að semja við kennara svo sómi sé að áður en skólastarf hlýtur varanlegan skaða af.

Virðingarfyllst,
Foreldarfélög Laugalækjar- og Laugarnesskóla


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283