Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

Verður dýraréttur virtur og dýraníðingar látnir sæta kæru af hálfu MAST?

$
0
0

Árni Stefán Árnason lögfræðingur með sérhæfingu á réttarsviðinu dýraréttur sem fjallar réttarstöðu dýra og umráðamanna þeirra skrifaði eftirfarandi færslu á Facebook í kvöld eftir umfjöllun Kastljóss um eggjaframleiðandann Brúnegg. 

„Nú spyr maður, verður dýraréttur samkvæmt dýravelferðarlögum virtur og verða dýraníðingarnir látnir sæta kæru af hálfu MAST. Myndirnar lýsa einhverju ógeðfeldasta dýraníði, sem ég hef séð, fullframin, síendurtekin brot, sem geta varðað allt að tveggja ára refsingu í fangelsi. Jafn slæm og meðferðin á dýrunum hefur verið er stjórnsýsla MAST og æðra settra framkvæmdavaldshafa. – Ekkert gert.

screen-shot-2016-11-28-at-23-57-25

Hvar er þingið, eftirlitsaðili framkvæmdavaldsins. Það sat þunnu hljóði á meðan svínaníði ringdi yfir þjóðina síðasliðið haust með fréttum Ríkisútvarpsins.

Fyrstu upplýsingar um að ekki væri allt með felldu hjá Brúnegg komu frá mér á haustmánuðum 2010 með youtube myndbandi, sem Kristin Gylfi krafðist að ég fjarlægði en ég hafði farið í heimsókn í þennan dýragargð. Ég mótmælti því og sagðist ælta að fylgja þessu máli eftir og vinna hörðum höndum að koma á hann böndum ef hann ekki tafarlaust ynni samkvæmt reglugerð um vistvæna eggjaframleiðslu.

ATH! Árni Stefán verður í viðtali hjá Harmageddon í fyrramálið

Siðblinda einkennir Kristin Gylfa. Svona fer ekki nokkur heilbrigður einstaklingur með dýr. Honum er alveg sama um þann attgang sem verður næstu 2 daga þegar málið deyr svo Drottni sínum í fjölmiðlum.
Því er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að MAST kæri Kristinn og gefin verði út ákæra með kröfu um hæstu refsingu að lögum um dýravelferð og kröfu um sviptingu leyfis til að halda dýr. Svínamálið í fyrra sem var í svipuðum dúr er niður fallið þó um fullt af fullfrömdum brotum væri að ræða í því máli líka.

Ekkert gert af hálfu MAST annað en að krefjast úrbóta.

Refsiákvæði dýravelferðarlaga eru sett í lög til að beita þeim og ég hef ekki hugmyndaflug um verri meðferð en þá sem ég varð vitni að í kvöld. Krafa mín er jafnframt sú að yfirdýralæknir og forstjóri MAST verði leystir frá störfum, þeir eru óhæfir til að sinna lögbundnu hlutverki sínu að gæta dýravelferar og rétta að lögum. Tvo stórmál um verulegt dýraníð á sl. 12 mánuðum hljóta að vera ástæða til að huga að breytingum á mannauði MAST og bæta hann þannig að unnið sé skv. skýrum settum rétti um velferð dýra.“

Árni Stefán skrifaði um aðbúnað dýra á Íslandi í DV árið 2010 og meðal annars um aðbúnað dýra hjá eggjaframleiðandanum Brúnegg.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283