Í frétt á heimasíðu kvennablaðsins „Brúsaegg frá Nesbú eru í raun Brúnegg“ dagsett 29. nóv 2016 vill Nesbúegg koma með eftirfarandi yfirlýsingu:
Nesbúegg hefur síðustu ár verslað annars flokks egg af Brúneggjum sem og fleiri framleiðendum. Þessi egg hafa öll farið í eggjavinnsluna hjá Nesbúeggjum þar sem þau eru brotin gerilsneydd og sett á brúsa. Þessi egg fóru aldrei á neytendamarkað heldur á fyrirtækjamarkað.
Við gerðum þetta í góðri trú því við vissum ekki betur en að hlutirnir væru í lagi hjá þeim eins og aðrir viðskiptavinir Búneggja töldu einnig vera. Lítill hluti framleiðslunnar var gerður úr eggjum frá Brúneggjum, því mest af vinnsluvörunum kom úr eigin framleiðslu Nesbúeggja.
Einnig kemur fram í fréttinni að Nesbúegg selji gerilsneyddu vörurnar til matvælaiðnaðar í gegnum Ó. Johnsson & Kaaber. Rétt er að við seljum vörur í gegnum heildsölufyrirtækið Sælkeradreifingu. Hins vegar eru þeir ekki þeir einu sem selja vörur frá okkur og aðrir aðilar eins og Garri og Ekran selja mun meira. Einnig erum við mikið í beinum viðskiptum við ýmis framleiðslufyrirtæki.
Umfjöllun Kastljóss um aðbúnað dýranna hjá Brúneggjum kom okkur í opna skjöldu líkt og allri þjóðinni og var sú ákvöðun tekin að hætta öllum viðskiptum við Brúnegg frá og með 29.11.2016.
Athugasemd frá ritstjórn Kvennablaðsins: Ástæða þess að við tiltókum í frétt fyrirtækið Ó.Johnson & Kaaber er sú að í vörulista fyrirtækisins Ó,J & K eru umrædd brúsaegg auglýst.