Quantcast
Channel: Kvennablaðið
Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283

John McClane og jólabækur í Bíó Paradís

$
0
0

Bíó Paradís stendur fyrir bókaupplestri í dag, 14. desember, klukkan 20.00 að Hverfisgötu 54. Rithöfundar stíga fram og lesa upp úr bókum sínum. „Það verður hugguleg jólastemning í bíóinu; piparkökur og konfekt, kaffi og jólabjór. Kíktu við og upplifðu skemmtilega upplestrastund í Bíó Paradís, huggulega kaffihúsinu / barnum við Hverfisgötu!“ segir í viðburðartilkynningu bíósins.

Auglýsing

Jólamyndin Die Hard verður svo sýnd á föstudags og laugardagskvöld. Þegar er uppselt á föstudagssýninguna skipuleggjendum til mikillar gleði. „Við erum alveg bit!“ segir í fréttabréfi Bíó Paradísar. Á viðburðarlýsingu jólasýningarinnar segir að Die Hard sé einhver albesta jólamynd allra tíma. „Um er að ræða fyrstu kvikmyndina um lögreglumanninn John McClane sem tekst alltaf að vera á röngum stað á röngum tíma en bjargar auðvitað málunum. Hans Gruber og hryðjuverkafélagar hans eiga ekki séns í Nakatomi-turninum þessi jól frekar en nokkur önnur.“

Die Hard var tilnefnd til fjögurra Óskarsverðlauna, fyrir klippingu, hljóð, hljóðbrellur og brellur og hefur verið nefnd ein besta hasarmynd allra tíma.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 8283